Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi reynst vera í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. Hann er sagður grunaður um húsbrot, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins í nótt.
Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður en hann er sagður hafa ekið greitt á sama tíma og hann notaði farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar í gærkvöldi. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.