Matarkarfan og landbúnaðurinn Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2022 22:19 Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun