Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 21:01 Sjö sjúklingar á sextán manna deild á Landakoti hafa greinst smitaðir. Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Alls greindust 272 með kórónuveiruna innanlands í gær. Dagana þar áður var daglegur fjöldi í kringum 350 og því fækkar tilfellum nokkuð milli daga. Þá eru sömuleiðis færri á spítala, alls 46 og þar af tveir á gjörgæslu. Flestir sjúklingar eru á Landspítala en smit hefur komið upp á nokkrum deildum undanfarna daga, þar á meðal Landakoti. „Á Landakoti erum við með eina deild þar sem við erum að vinna með Covid sýkingu. Það er sextán rúma deild og á þeirri deild eru sjö einstaklingar núna með staðfest smit,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Landspítala. Hópsýkingar hafa reglulega komið upp á deildum spítalans en sú skæðasta kom einmitt upp á Landakoti vorið 2020 þegar um 200 smituðust og á annan tug létust. Guðný segir það vonbrigði að það hafi aftur komið upp sýking á Landakoti en það hafi þó verið að vissu leiti viðbúið í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þegar nýgengið er svona hátt, þá er hætta á því að við fáum sýkingu hér inn, eins og annars staðar,“ segir Guðný. Vel er fylgst með stöðunni og einstaklingar á deildinni vaktaðir vel. Áfram má gera ráð fyrir að staðan verði þung þegar kemur að viðkvæmustu hópunum og segir hún því sérstaklega mikilvægt að allir vandi sig, sinni persónubundnum sóttvörnum og fari varlega í kringum eldri einstaklinga. „Við höfum lokað deildinni fyrir heimsóknum, það er líka innlagnabann á deildina, þannig við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta og erum bara bjartsýn á að það muni ganga vel,“ segir Guðný. Faraldurinn ekki í uppsveiflu en of snemmt að segja til um þróunina Óttast var í síðustu viku að útbreiðslan myndi aukast töluvert en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir virðist vera heldur bjartsýnni á stöðuna í dag heldur en hann var í upphafi vikunnar. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við, kannski niður á við, og þá kannski erum við að horfa fram á einhverja betri tíma en það er kannski full snemmt að fullyrða nokkuð um það núna,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að sjá hvað gerist eftir helgina og í næstu viku, þá getum við kannski aðeins sagt betur til um hver þróunin er.“ Þeir sem eru helst að greinast núna eru aðallega eldri einstaklingar sem hafa ekki fengið Covid áður. Þá virðist ekki vera mikið um endursmit og er sjaldgæft í þeim tilfellum að um alvarleg veikindi sé að ræða. „Það er það sem við erum að fylgjast með og óttumst kannski mest, ef við förum að sjá einhvern hóp sýkjast verulega aftur, það væri svona svolítið bakslag en við erum ekki að sjá merki um það,“ segir Þórólfur. Mikil áhersla er nú lögð á fjórða bóluefnaskammtinn þar sem eldra fólk og yngra fólk með undirliggjandi sjúkdóma er sérstaklega hvatt til að mæta. Bólusetningunni er ætlað til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráðist verði í útbreiddar bólusetningar. „Hvað verður síðar, til dæmis í haust, hvernig við munum snúa okkur í því, það er bara enn í skoðun. Við erum svona að ráða ráðum okkar með nálægum löndum, Norðurlöndunum og Evrópuþjóðunum, hvernig menn ætla að haga því,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent