„Pop-up verslun“ og nýr veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 13:35 Frá borðaklippingum í morgun. isavia Tvær nýjar verslanir og veitingastaður opnuðu á Keflavíkurflugvelli í dag, en Isavia auglýsti nýverið laus svokölluð pop-up rekstrarrými til leigu á vellinum. Reiknað er með að fleiri pop-up veitingastaðir og verslanir opni á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum. Í tilkynningu frá Isavia segir að veitingastaðurinn Maika‘i og skartgripaverslunin Jens hafi opnað í pop-up rýmum sem starfrækt verða á flugvellinum í takmarkaðan tíma. Þar að auki var bókabúð Pennans Eymundsson opnuð í nýju og stærra rými eftir flutninga á einni nóttu úr eldra rými búðarinnar í flugvallarbyggingunni. Veitingastaðurinn Maika‘i opnaði í pop-up rými á vellinum í morgun.Isavia „Veitingastaðurinn Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða skyndibita í hollari kantinum, hinar svokölluðu açaí skálar. Eigendur Maika‘i, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða en opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika'i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land. Pennin Eymundsson opnaði í nýju rými á Keflavíkurflugvelli í morgun.Isavia Jens er fjölskyldufyrirtæki sem nú er rekið af þriðju kynslóð gullsmiða sem hafa tekið þátt í að skapa og þróa íslenska skartgripatísku í 60 ár. Verslunin Jens hefur verið starfrækt við Grandagarð í Reykjavík, í Kringlunni og Smáralind en fjölskyldan og aðrir starfsmenn Jens eru mjög spennt fyrir opnun nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli. Hægt verður að panta vörur hjá gullsmiðunum og sækja í fríhöfninni,“ segir í tilkynningunni. Farþegafjöldi hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og í farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Er það um 79 prósent endurheimt á fjölda farþega frá 2019. Keflavíkurflugvöllur Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. 30. mars 2022 07:38 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að veitingastaðurinn Maika‘i og skartgripaverslunin Jens hafi opnað í pop-up rýmum sem starfrækt verða á flugvellinum í takmarkaðan tíma. Þar að auki var bókabúð Pennans Eymundsson opnuð í nýju og stærra rými eftir flutninga á einni nóttu úr eldra rými búðarinnar í flugvallarbyggingunni. Veitingastaðurinn Maika‘i opnaði í pop-up rými á vellinum í morgun.Isavia „Veitingastaðurinn Maika‘i hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár en um er að ræða skyndibita í hollari kantinum, hinar svokölluðu açaí skálar. Eigendur Maika‘i, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hófu sölu á skálunum í Mathöllinni við Höfða en opnuðu stuttu síðar fyrsta útibúið undir nafni Maika'i á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur. Síðan þá hefur Maika‘i vaxið og dafnað og hægt er að kaupa vörur þeirra í verslunum víða um land. Pennin Eymundsson opnaði í nýju rými á Keflavíkurflugvelli í morgun.Isavia Jens er fjölskyldufyrirtæki sem nú er rekið af þriðju kynslóð gullsmiða sem hafa tekið þátt í að skapa og þróa íslenska skartgripatísku í 60 ár. Verslunin Jens hefur verið starfrækt við Grandagarð í Reykjavík, í Kringlunni og Smáralind en fjölskyldan og aðrir starfsmenn Jens eru mjög spennt fyrir opnun nýrrar verslunar á Keflavíkurflugvelli. Hægt verður að panta vörur hjá gullsmiðunum og sækja í fríhöfninni,“ segir í tilkynningunni. Farþegafjöldi hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og í farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Er það um 79 prósent endurheimt á fjölda farþega frá 2019.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Veitingastaðir Tengdar fréttir Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. 30. mars 2022 07:38 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Loksins bar, Nord og Joe and the Juice loka senn í Leifsstöð Breytingar eru framundan á veitinga- og verslunarrýmum í Leifsstöð en opinn kynningarfundur vegna útboðs Isavia á rekstri veitingastaða í flugstöðunni verður haldinn í Hörpu í dag. 30. mars 2022 07:38