Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2022 08:01 Í skýrslunni segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. EPA Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrslunni. Unnið var með gögn frá 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims og var niðurstaðan sú að almennt hafi ekki hugað að kynjasjónarmiðum eða -hlutverkum í viðbragðsáætlunum ríkja. Áhrif sterkra feminískra hreyfinga Í niðurstöðukafla segir að 0,0002 prósent af því fjármagni sem hafi farið í viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 hafi verið í að uppræta kynbundið ofbeldi. Þá segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. Ennfremur kemur fram að tólf prósent af efnahagsáætlunum ríkja hafi stutt beint við efnahagslegt öryggi kvenna og 82 prósent af aðgerðarteymum þessara 226 ríkja hafi verið skipuð karlmönnum að mestu. Þá segir að aðeins sjö prósent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynjahlutfall og ellefu prósent hafi verið skipuð konum að mestu. Fjallað um úrræði íslenskra stjórnvalda Í skýrslunni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna geng kynbundnu ofbeldi og auka þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á tímum faraldursins. „Sérstaklega er fjallað um aðgerðarteymi sem skipað var af stjórnvöldum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi. Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upplýsingatorgi, opna kvennaathvarf á Akureyri, auka stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og auka fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga til að halda úti þjónustu. Þannig fékk Kvennaathvarfið 100 milljónir til að bæta húsakost sinn og aðgengi; Stígamót fékk 20 milljónir til að bregðast við auknu álagi og draga úr biðtíma og Reykjavíkurborg fékk styrk til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausar konur,“ segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi um skýrslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna kynbundins ofbeldis gegn konum og börnum í skýrslunni. Unnið var með gögn frá 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims og var niðurstaðan sú að almennt hafi ekki hugað að kynjasjónarmiðum eða -hlutverkum í viðbragðsáætlunum ríkja. Áhrif sterkra feminískra hreyfinga Í niðurstöðukafla segir að 0,0002 prósent af því fjármagni sem hafi farið í viðbragðsáætlanir vegna Covid-19 hafi verið í að uppræta kynbundið ofbeldi. Þá segir að ríki sem eigi sterka feminíska hreyfingu hafi verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik feminísk hreyfing sé við lýði. Ennfremur kemur fram að tólf prósent af efnahagsáætlunum ríkja hafi stutt beint við efnahagslegt öryggi kvenna og 82 prósent af aðgerðarteymum þessara 226 ríkja hafi verið skipuð karlmönnum að mestu. Þá segir að aðeins sjö prósent aðgerðateyma hafi verið með jafnt kynjahlutfall og ellefu prósent hafi verið skipuð konum að mestu. Fjallað um úrræði íslenskra stjórnvalda Í skýrslunni er einnig farið yfir úrræði sem þóttu vel til takast, líkt og úrræði íslenskra stjórnvalda til að sporna geng kynbundnu ofbeldi og auka þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á tímum faraldursins. „Sérstaklega er fjallað um aðgerðarteymi sem skipað var af stjórnvöldum í þeim tilgangi að stýra og samræma vinnu við útfærslu aðgerða gegn ofbeldi. Meðal þess sem teymið lagði til var að koma á fót upplýsingatorgi, opna kvennaathvarf á Akureyri, auka stuðning við börn í viðkvæmri stöðu og auka fjárveitingar til frjálsra félagasamtaka og sveitarfélaga til að halda úti þjónustu. Þannig fékk Kvennaathvarfið 100 milljónir til að bæta húsakost sinn og aðgengi; Stígamót fékk 20 milljónir til að bregðast við auknu álagi og draga úr biðtíma og Reykjavíkurborg fékk styrk til að fjármagna tímabundið húsnæði fyrir heimilislausar konur,“ segir í tilkynningu frá UN Women á Íslandi um skýrslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira