Viðskipti með bréf Alvotech hafin á Íslandi Árni Sæberg skrifar 23. júní 2022 10:09 Róbert Wessman er stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Hlutabréf Alvotech verða tekin til viðskipta á Nasdaq First North Growth markaðnum í Reykjavík í dag. Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir viku síðan en um er að ræða fyrsta félagið sem skráð er á markað hér á landi og vestanhafs samtímis. Í tilefni skráningar félagsins á markað mun Róbert Wessman,, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech hringja lokabjöllu Nasdaq markaðarins í Reykjavík í dag. Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni að viðstaddri stjórn, starfsfólki og gestum. Sýnt verður beint frá athöfninni í streymi hér á Vísi en hún hefst klukkan 15:15. „Það er okkur mikil ánægja að ljúka fyrstu tvíhliða skráningu íslensks fyrirtækis í Bandaríkjunum og á Íslandi og að hafa náð þessum áfanga aðeins viku eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í New York. Á síðustu 10 árum höfum við fjárfest fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala í fullkominni aðstöðu til að þróa og framleiða líftæknihliðstæðulyf í miklu magni. Þetta gerir því frábæra teymi sem starfar hjá Alvotech nú mögulegt að mæta vaxandi eftirspurn sjúklinga um allan heim eftir ódýrari hliðstæðum við dýr líftæknilyf,“ er haft eftir Róberti í fréttatilkynningu um skráninguna. Félagið var skráð á markað að loknum samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Aquisitions Corp. II, en hluthafar þess samþykktu samrunar á hluthafafundi þann 7. júní síðastliðinn. Alvotech hefur þegar samið um aðgengi að fjármögnun til mæta útflæði vegna innlausnar Oaktree Acquisition Corp. II til hluthafa. Kauphöllin Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7. júní 2022 23:37 Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3. júní 2022 07:57 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Í tilefni skráningar félagsins á markað mun Róbert Wessman,, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech hringja lokabjöllu Nasdaq markaðarins í Reykjavík í dag. Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni að viðstaddri stjórn, starfsfólki og gestum. Sýnt verður beint frá athöfninni í streymi hér á Vísi en hún hefst klukkan 15:15. „Það er okkur mikil ánægja að ljúka fyrstu tvíhliða skráningu íslensks fyrirtækis í Bandaríkjunum og á Íslandi og að hafa náð þessum áfanga aðeins viku eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í New York. Á síðustu 10 árum höfum við fjárfest fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala í fullkominni aðstöðu til að þróa og framleiða líftæknihliðstæðulyf í miklu magni. Þetta gerir því frábæra teymi sem starfar hjá Alvotech nú mögulegt að mæta vaxandi eftirspurn sjúklinga um allan heim eftir ódýrari hliðstæðum við dýr líftæknilyf,“ er haft eftir Róberti í fréttatilkynningu um skráninguna. Félagið var skráð á markað að loknum samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Aquisitions Corp. II, en hluthafar þess samþykktu samrunar á hluthafafundi þann 7. júní síðastliðinn. Alvotech hefur þegar samið um aðgengi að fjármögnun til mæta útflæði vegna innlausnar Oaktree Acquisition Corp. II til hluthafa.
Kauphöllin Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7. júní 2022 23:37 Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3. júní 2022 07:57 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7. júní 2022 23:37
Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu. 3. júní 2022 07:57
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00