Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik í von um að steypa Stríðsmönnunum af stóli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 07:30 Gætu þessir tveir leikið saman í gulu á næstu leiktíð? Mike Stobe/Getty Images Kyrie Irving, leikstjórnandi Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera að hugsa sér til hreyfings. Hefur Los Angeles Lakers verið nefnt til sögunnar en það þýðir að Kyrie og Lebron James gætu endurtekið söguna og steypt Golden State Warriors af stóli. Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira