Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik í von um að steypa Stríðsmönnunum af stóli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 07:30 Gætu þessir tveir leikið saman í gulu á næstu leiktíð? Mike Stobe/Getty Images Kyrie Irving, leikstjórnandi Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera að hugsa sér til hreyfings. Hefur Los Angeles Lakers verið nefnt til sögunnar en það þýðir að Kyrie og Lebron James gætu endurtekið söguna og steypt Golden State Warriors af stóli. Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Kyrie Irving og LeBron James skráðu sig saman í sögubækurnar þegar þeir fóru fyrir liði Cleveland Cavaliers árið 2016. Liðið var 1-3 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum NBA-deildarinnar en kom á einhvern ótrúlegan hátt til baka og vann meistaratitilinn eftir þrjá sigra í röð. Ári síðar var liðið í úrslitum á nýjan leik en þá hefndi Golden State fyrir tapið ári áður. Í kjölfarið ákvað Kyrie að hann vildi yfirgefa Cavaliers. Fór hann til Boston Celtics sumarið 2017 og svo Brooklyn Nets tveimur árum síðar. Could Kyrie Irving reunite with LeBron James in Los Angeles?@joevardon covered their stint together with the Cavs.Here s a look at how it unfolded the first time: https://t.co/0voYewFo8G pic.twitter.com/oaNklp5m8g— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) June 21, 2022 Þó svo að Irving hafi sagt í apríl á þessu ári að hann væri ekki að fara fet virðist nú vera komið annað hljóð í skrokkinn. Samningur Kyrie við Nets rennur út 29. júní næstkomandi og sem stendur virðast litlar sem engar líkur á að því að hann verði leikmaður liðsins á næstu leiktíð. Aðallega hafa þrjú lið verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður leikstjórnandans sérvitra. Um er að ræða Los Angeles liðin tvö og svo New York Knicks. Án þess að fara of djúpt í samninga NBA-deildarinnar og hvernig hægt er að skipta leikmönnum milli félaga er ljóst að Lakers getur aðeins fengið Irving í sínar raðir ef hann semur við Nets og lætur svo skipta sér til Englaborgarinnar. The Los Angeles Lakers are considered the "most significant threat" for Kyrie Irving, per Woj on NBA Today#NBATwitter #LakeShow pic.twitter.com/aMM7BjwPig— (@_Talkin_NBA) June 22, 2022 Það virðist vera raunhæfur möguleiki og því gætu LeBron og Kyrie, ásamt Anthony Davis, gert atlögu að Golden State Warriors. Það er ef allir haldast heilir og veirulausir. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira