Stúkan um innkomu Antons Loga í byrjunarlið Blika: „Smellur bara eins og flís við rass“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 09:00 Anton Logi Lúðvíksson hefur komið við sögu í átta leikjum Breiaðbliks á leiktíðinni og skorað tvö mörk. Breiðablik „Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur Stúkunnar um frammistöðu hins 19 ára gamla Antons Loga Lúðvíkssonar í 4-1 sigri Breiðabliks á KA í 10. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Farið var yfir ákvörðun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, og þjálfarateymis Breiðabliks, að breyta til og setja Anton Loga í byrjunarliðið er KA mætti á Kópavogsvöll. Sjá má innslag þáttarins í spilaranum neðst í fréttinni. „Þeir eru með Oliver Sigurjónsson sem er búinn að vera frábær fyrir Blika allt tímabilið. Spilað eins og kóngur inn á miðsvæðinu. Óskar (Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins) tekur þá ákvörðun fyrir leikinn í gær að Oliver er búinn að spila mikið og ég ætla að hvíla hann aðeins í þessum leik. Inn á kemur 19 ára gamall Anton Logi Lúðvíksson,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Reynir Leósson fékk orðið. „Þetta var stórt í raun og veru traust sem Óskar sýndi honum. Hann hefur alveg sýnt það í sumar en þetta er risaleikur eftir tapleik á móti Val. Anton Logi kemur þarna inn og smellur eins og flís við rass. Mér fannst hann spila eins og hann væri þrítugur.“ „Við sjáum hvað hann les leikinn vel og er frábær á boltanum. Hann er stærri útgáfa af Oliver og gæti náð enn þá lengra. Í leik þar sem mikið er undir þá hendir Óskar Hrafn þessum strák inn og ekkert vesen, hann spilar eins og hann hafi aldrei gert neitt annað,“ sagði Reynir einnig. „Manni finnst hlutverkin svo skýr hjá Óskari. Þessir drengir, þó ungir séu, eru að fylgja skipulaginu. Auðvitað erum við að sjá takta, erum að sjá flott mörk og flottar sendingar en fyrst og fremst eru þeir að fylgja skapilagi. Mér finnst það aðdáunarvert,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við að endingu. Hér að neðan má sjá umfjöllun Stúkunnar um Anton Loga og hversu miklu Óskar Hrafn er að ná út úr ungum leikmönnum Breiðabliks. Klippa: Stúkan: Ungir leikmenn Breiðabliks Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira