Valur hefur rætt við umboðsmann Frederik Schram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:31 Frederik Schram í leik með íslenska A-landsliðinu. Vísir/Getty Bestu deildarlið Vals hefur rætt við umboðsmanns markvarðarins Frederik August Albrecht Schram sem er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Frá þessu er greint á vef 433.is. Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Þar segir að Valur hafi rætt við Michael Mio Nielsen, umboðsmann Schram, en Nielsen sjálfur staðfesti það í samtali við miðilinn. Þá birti 433.is mynd af Schram að ræða við Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals á dögunum. Það vakti mikla athygli þegar Valur ákvað að losa sig við hinn margreynda Hannes Þór Halldórsson eftir að síðustu leiktíð lauk og sækja Guy Smit sem hafði leikið með Leikni Reykjavík. Hannes Þór lagði í kjölfarið hanskana á hilluna en sótti þá af hillunni á dögunum og samdi tímabundið við Íslands- og bikarmeistara Víkings vegna meiðsla Ingvars Jónssonar. Hannes Þór Halldórsson hefur fengið félagaskipti yfir til Íslands- og bikarmeistara Víkings. Lestu meira hér: https://t.co/mWBLbpfnRs pic.twitter.com/OzbKQPc2zM— Víkingur (@vikingurfc) June 17, 2022 Hinn 27 ára gamli Schram spilaði aðeins einn leik er Lyngby fór upp úr B-deildinni á nýafstaðinni leiktíð í Danmörku. Stóð hann sig með prýði í lokaleik tímabilsins og kom í kjölfarið í frí til Íslands. Þar ræddi hann greinilega við Valsmenn og hver veit nema Schram gæti loks spilað á Íslandi eftir að hafa verið hluti af íslenska A-landsliðinu á sínum tíma. Spilaði hann fimm leiki fyrir Íslands hönd og fór meðal annars með á HM í Rússlandi árið 2018. Umboðsmaður Frederik Schram staðfestir viðræður við Val og fundinn sem fram fór í síðustu viku. Það þarf kannski tvo markverði til að fylla skarð Hannesar á endanum https://t.co/pctL0NKGqC— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 22, 2022 „Hann var á Íslandi vegna fjölskyldu sinnar en hann hitti forráðamenn Vals. Ég veit ekki hvað mun gerast en þetta gæti verið kostur fyrir hann. Hann talaði við Val, ég veit ekki hvað gerist. Við höfum rætt um samning við þá en það er ekkert klár,“ sagði Nielsen í spjalli við 433.is. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt rennur samningur markvarðarins við Lyngby út þann 30. júní næstkomandi. Degi áður opnar félagaskiptaglugginn á Íslandi á nýjan leik og hver veit nema Valur sæki annan markvörð til að fylla skarðið sem brotthvarf Hannesar Þórs skildi eftir sig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki