Telur Íslendinga á undan öðrum þjóðum í greiningum á ADHD Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. Vísir/Bjarni Formaður ADHD samtakanna fagnar því að rannsaka eigi tengsl geðrofa og örlyndis og örvandi ADHD-lyfja. Hann telur Íslendinga fimm árum á undan öðrum þjóðum þegar kemur að greiningum á ofvirkni og athyglisbresti. Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur. Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem er ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Sjá meira
Yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans sagði frá því í vikunni að samfara gríðarlegri aukningu á ávísunum á örvandi ADHD-lyfjum síðustu ár hafi tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað. Nú sé hafin rannsókn á þessum tengslum. En samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hefur einn af hverjum tíu Íslendingum einhvern tíma verið á ADHD lyfjum frá árinu 2003. En fleiri ungmenni fá slík lyf en árið 2020 fengu um 16% pilta á aldrinum 10-14 ára örvandi ADHD lyf samkvæmt Landlækni. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD- samtakanna fagnar því að verið sé að gera rannsókn á tengslum lyfjanna og geðrofs og örlyndis. „Er fjölgun núna hjá geðdeildinni af því að það er eitthvað meira að gerast eða af því að það eru fleiri að fá þessi lyf? Við vitum þetta ekki og því fagna ég því að það sé verið að rannsaka þetta,“ segir hann. Fram kom í samtali við prófessor í sálfræði í gær að hann telur að of miklu sé ávísað af ADHD- lyfjum hér á landi. Hann benti á fleiri leiðir. Vilhjálmur segir mikilvægt að vinna að öðrum úrræðum meðfram lyfjagjöf. „Lyfjagjöfin hefur verið það eina sem hefur verið niðurgreitt. Ég segi alltaf í mínum lyfjafyrirlestrum, það er bannað að velja bara eitt. Ég segi vjð fólk sem fær ADHD-lyf, hugsaðu um rútínuna, svefninn og hreyfinguna og svo allt hitt. Ef þú hefur samtalsmeðferð, núvitund, HAM eða eitthvað annað líka þá gerir það gott miklu betra,“ segir Vilhjámur. Almennt er talið að algengi ADHD á hinum Norðurlöndunum sé um 3-5% samkvæmt upplýsingum frá Nomesco. En eins og fram hefur komið er það mun algengara hér. Vilhjálmur telur að Íslendinga á undan öðrum þjóðum. „Við erum aðeins á undan Skandinavíu og Evrópu í greiningum að hluta til því að sálfræðingar okkar og geðlæknar hafa verið að læra í Bandaríkjunum. Ef þú horfir frá tölur frá Skandinavíu þá er uppsveifla þar. Við erum bara fimm árum á undan,“ segir Vilhálmur.
Landspítalinn Lyf Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem er ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Sjá meira