„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Elísabet Hanna skrifar 23. júní 2022 13:01 Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber) Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber)
Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00
Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49