Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2022 16:14 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir segir brögð í tafli stjórnarliða sem felldu tillögu um að atvinnuréttindi skyldu fylgja dvalarleyfi Úkraínumanna sem koma hingað vegna stríðsátaka þar í landi. Vísir/Vilhelm Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lagði fyrir þingið, ásamt þingmönnum úr flestum flokkum stjórnarandstöðunnar, frumvarp sem kveður á um að þeir flóttamenn sem fá dvalarleyfi hérlendis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fái samhliða því atvinnuleyfi. Svo er ekki staðan í dag heldur þurfa Úkraínumenn, sem komið hafa hingað til lands vegna stríðsins, nú að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. „Þetta verður svona catch-22 staða fyrir þennan hóp, það vill enginn ráða neinn sem er ekki með atvinnuleyfi og það er erfitt að fá atvinnuleyfi án þess að vinna,“ segir Arndís í samtali við fréttastofu. Flóttamenn frá Úkraínu fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum en ekki stöðu flóttamanns og munur sé þar á réttarstöðunni. „Mánnúðarleyfið er alveg svolítið drasl dvalarleyfi. Það er bara til eins árs í senn, þannig fólk þarf að endurnýja dvalarleyfið árlega og því fylgir auðvitað ekki atvinnuleyfi.“ Sykurpillan Sú breyting, að láta atvinnuleyfi fylgja þessu mannúðarleyfi, var einnig í útlendingafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjórum sinnum en aldrei náð fram að ganga. Hefði því mátt búast við því að breytingartillagan sé eitthvað flestir þingmenn séu sammála um. „Í útlendingafrumvarpinu eru líka margar réttindaskerðingar og ákvæði sem við ætlum ekki að hleypa í gegn og gerðum ekki aftur núna, enda var það frumvarp aftur dregið til baka. Við köllum þetta ákvæði um atvinnuréttindi sykurpilluna, vegna þess að ákvæðið er þarna inni til að hjálpa við að kyngja þessu ógeði sem er í þessu útlendingafrumvarpi. Þess vegna vilja þau halda þessu ákvæði inni í því frumvarpi, til að réttlæta ógeðið.“ Arndís hafði áður á þessu löggjafarþingi lagt fram frumvarp um atvinnuréttindi útlendinga sem fór ekki á dagskrá, örlög sem mörg þingmannafrumvörp hljóta. Hún sá sér þó leik á borði þegar Guðmundur Ingi, félagsmálaráðherra, lagði fram breytingar á lögum um atvinnuréttindi. Arndís lagði þá fram breytingartillögu við það frumvarp við fyrstu umræðu sem kveður á um að atvinnuréttindi skuli fylgja dvalarleyfi sem veitt er af mannúðarástæðum. Hæpnar lagatæknilegar forsendur Stjórnarliðar felldu hins vegar breytingartillöguna á þeim forsendum að tillagan hafi ekki verið rædd við þrjár umræður. „Þau fella þetta á mjög skrýtnum lagatæknilegum forsendum. Ég tel þessar lagatæknilegar ástæður bara alls ekki standast. Í fyrsta lagi kom tillagan fram við fyrstu umræðu en í öðru lagi er þingmaðurinn í raun að segja að breytingartillögur mega aldrei koma fram við síðari umræður,“ segir Arndís. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar, tók til máls við atkvæðagreiðslu frumvarpsins og sagði vafa leika á því hvort breytingartillagan væri stjórnskipulega gild. Henni hafi jafnframt borist ábendingar frá lögfræðingum nefndarsviðs að breytingartillagan væri þess eðlis að breyta upphaflegu markmiði frumvarpsins. Markmiðið væri ekki að útvíkka lagaheimildina og ná yfir alla hælisleitendur heldur skyldi frumvarpið einungis bregðast við fríverslunarsamningi milli Bretlands og Íslands. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður FramsóknarVísir/Vilhelm Varðandi það hvort frumvarpið hafi hlotið þrjár umræður segir Hafdís vafa hafa leikið þar á þar sem frumvarpið hafi ekki verið samþykkt við aðra umræðu. Hún kveðst þó sammála því að það þurfi að taka þennan málaflokk til gagngerrar endurskoðunar. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lagði fyrir þingið, ásamt þingmönnum úr flestum flokkum stjórnarandstöðunnar, frumvarp sem kveður á um að þeir flóttamenn sem fá dvalarleyfi hérlendis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fái samhliða því atvinnuleyfi. Svo er ekki staðan í dag heldur þurfa Úkraínumenn, sem komið hafa hingað til lands vegna stríðsins, nú að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. „Þetta verður svona catch-22 staða fyrir þennan hóp, það vill enginn ráða neinn sem er ekki með atvinnuleyfi og það er erfitt að fá atvinnuleyfi án þess að vinna,“ segir Arndís í samtali við fréttastofu. Flóttamenn frá Úkraínu fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum en ekki stöðu flóttamanns og munur sé þar á réttarstöðunni. „Mánnúðarleyfið er alveg svolítið drasl dvalarleyfi. Það er bara til eins árs í senn, þannig fólk þarf að endurnýja dvalarleyfið árlega og því fylgir auðvitað ekki atvinnuleyfi.“ Sykurpillan Sú breyting, að láta atvinnuleyfi fylgja þessu mannúðarleyfi, var einnig í útlendingafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjórum sinnum en aldrei náð fram að ganga. Hefði því mátt búast við því að breytingartillagan sé eitthvað flestir þingmenn séu sammála um. „Í útlendingafrumvarpinu eru líka margar réttindaskerðingar og ákvæði sem við ætlum ekki að hleypa í gegn og gerðum ekki aftur núna, enda var það frumvarp aftur dregið til baka. Við köllum þetta ákvæði um atvinnuréttindi sykurpilluna, vegna þess að ákvæðið er þarna inni til að hjálpa við að kyngja þessu ógeði sem er í þessu útlendingafrumvarpi. Þess vegna vilja þau halda þessu ákvæði inni í því frumvarpi, til að réttlæta ógeðið.“ Arndís hafði áður á þessu löggjafarþingi lagt fram frumvarp um atvinnuréttindi útlendinga sem fór ekki á dagskrá, örlög sem mörg þingmannafrumvörp hljóta. Hún sá sér þó leik á borði þegar Guðmundur Ingi, félagsmálaráðherra, lagði fram breytingar á lögum um atvinnuréttindi. Arndís lagði þá fram breytingartillögu við það frumvarp við fyrstu umræðu sem kveður á um að atvinnuréttindi skuli fylgja dvalarleyfi sem veitt er af mannúðarástæðum. Hæpnar lagatæknilegar forsendur Stjórnarliðar felldu hins vegar breytingartillöguna á þeim forsendum að tillagan hafi ekki verið rædd við þrjár umræður. „Þau fella þetta á mjög skrýtnum lagatæknilegum forsendum. Ég tel þessar lagatæknilegar ástæður bara alls ekki standast. Í fyrsta lagi kom tillagan fram við fyrstu umræðu en í öðru lagi er þingmaðurinn í raun að segja að breytingartillögur mega aldrei koma fram við síðari umræður,“ segir Arndís. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar, tók til máls við atkvæðagreiðslu frumvarpsins og sagði vafa leika á því hvort breytingartillagan væri stjórnskipulega gild. Henni hafi jafnframt borist ábendingar frá lögfræðingum nefndarsviðs að breytingartillagan væri þess eðlis að breyta upphaflegu markmiði frumvarpsins. Markmiðið væri ekki að útvíkka lagaheimildina og ná yfir alla hælisleitendur heldur skyldi frumvarpið einungis bregðast við fríverslunarsamningi milli Bretlands og Íslands. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður FramsóknarVísir/Vilhelm Varðandi það hvort frumvarpið hafi hlotið þrjár umræður segir Hafdís vafa hafa leikið þar á þar sem frumvarpið hafi ekki verið samþykkt við aðra umræðu. Hún kveðst þó sammála því að það þurfi að taka þennan málaflokk til gagngerrar endurskoðunar.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira