Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2022 13:10 Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í haust. Vísir/Arnar Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“ Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“
Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52