Glæný nálgun í öldrunarþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. júní 2022 20:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga, Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Bryndís Guðbrandsdóttir og Hrönn Ljótsdóttir hjá Sóltúni. Vísir/Berghildur Ný öldrunarþjónusta sem á að gera fólki kleift að búa lengur heima og minnka svokallaðan fráflæðisvanda Landspítala var kynnt á Sólvangi í dag. Heilbrigðisráðherra segir um tímamót að ræða sem muni draga úr innlögnum á spítala. Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór. Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Hin nýja þjónusta fer fram á Sólvangi Heilsusetri í Hafnarfirði og opnar þann 1. september n.k.. Starfsemin var kynnt í dag og fulltrúar frá Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðherra og Sóltúni skrifuðu undir samstarfssamning. „Fólk kemur til okkar í endurhæfingu í stað þess að fara á Landspítalann og svo fer það aftur heim. Þá kemur fólk líka frá Landspítalanum, því hann kemur til með að geta innskrifað fólk til okkar . Þá koma einstaklingar sem eru búnir að fá meðferð á spítalanum en eru ekki alveg tilbúnir að fara aftur heim. Við aðstoðum því fólk á þann stað að það sé hæft til að búa aftur heima,“ segir Ingibjörg Eyþórsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Sóltúni. Sjúkratryggingar Íslands leggja þjónustunni til um sex hundruð milljónir á ári og er búist við að heilsusetrið muni geta tekið á móti og útskrifað allt að 400 manns á hverju ári. Húsnæðið hefur verið endurnýjað en það er Hafnarfjarðarbær sem útvegar það en um er að ræða efstu hæðina á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá eru t.d. húsgögnin í rýminu hönnuð með þarfir aldraðra í huga. Til að mynda eru sérstakir hnúðar á örmum húsgagna svo auðveldar sé fyrir fólk að halda í þegar það stendur upp. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er ánægður með þessa nýju þjónustu. „Þetta eru nýmæli í heilbrigðisþjónustu af þessum toga. Hér er kominn þessi sértæki stuðningur í endurhæfingu. Fyrir þann aldur sem þarf kannski sértækari þjálfunarúrræði en aðrir hópar,“ segir Willum. Heilbrigðisráðherra vona að þetta sé bara byrjunin. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þetta er eitthvað sem við viljum gera meira af til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar,“ segir Willum Þór.
Heilbrigðismál Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira