Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 14:08 Eva Hauksdóttir er verjandi Arnars Sverrissonar. Vísir Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir. Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir.
Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira