Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 08:27 Alríkislögreglumenn bera kista með líkamsleifum sem fundust af Bruno Pereira og Dom Phillips í Amasonfrumskóginum. AP/Eraldo Peres Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra. Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra.
Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent