Belgíska blaðið De Standaard segir frá því að vegna starfsmannaskorts á flugvellinum hafi biðtíminn á flugvellinum lengst til muna. Sömuleiðis hafa starfsmenn á vellinum ákveðið að boða til verkfalls í dag vegna ástandsins.
Á vef Isavia má sjá að flugi Icelandair frá Brussel sem átti að lenda í Keflavík síðdegis, hefur verið aflýst.
Á heimasíðu Brusselflugvallar eru farþegar svo hvattir til að mæta ekki á staðinn og gera breytingar á flugi sínu.
Yfirstjórn flugvallarins ákvað að fresta öllum flugferðum dagsins eftir að ljóst var að biðtíminn fyrir farþega yrði lengri en átta klukkustundir.