Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. júní 2022 14:31 James Devaney/Getty Images) Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg? Spánn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Hún er gjarnan kölluð „drottning latnesku tónlistarinnar", og ekki að ófyrirsynju, hún er söluhæsta söngkona Suður-Ameríku, einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma og hefur selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Shakira hefur síðustu ár búið á Spáni, eða allt frá því að ástir tókust með henni og spænska fótboltamanninum Gerard Piqué á Heimsmeistaramótinu 2010. Þeim hefur orðið 2ja barna auðið. Svikin talin hlaupa á milljörðum Þrátt fyrir að vera ein tekjuhæsta tónlistarkona heims, þá lítur út fyrir að nóg sé aldrei nóg. Spænsk skattayfirvöld telja að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði rétt liðlega 2ja milljarða íslenskra króna. Shakira heldur því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum tíma, en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Shakira hefur varið sig með kjafti og klóm en nú er síðasta vígið fallið, dómstólar hafa vísað öllum hennar skýringum á bug og nú er aðeins tímaspursmál hvenær gefin verður út ákæra á hendur Shakiru, í þremur liðum. Við þessum brotum liggur fangelsisvist, en enn getur söngkonan náð sáttum og greitt himinháar sektir, fallist skattayfirvöld á slíkt. Verjendur hennar hafa þó vísað samkomulagi á bug og segja hana munu berjast fyrir sakleysi sínu fyrir dómstólum. Sjaldan er ein báran stök Og eins og þetta sé nú ekki yfirdrifin handfylli að eiga við, þá tilkynntu þau skötuhjú Shakira og Piqué á dögunum að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir eftir 12 ára sambúð. Og svo rétt til að bæta gráu ofan á kolsvart þá hefur Piqué nýlega orðið uppvís að því að þiggja 4 milljónir evra í greiðslu fyrir að hafa haft milligöngu um að hinn árvissi úrslitaleikur deildarmeistara og bikarmeistara Spánar um spænska ofurbikarinn fari fram í Sádí-Arabíu. Er því nema von að venjulegur daglaunamaður á Spáni spyrji sig þreytulega: Hvenær er nóg nóg?
Spánn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira