Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 18. júní 2022 12:53 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Vísir Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið sent af stað frá Reykjavík til að aðstoða við aðgerðir en farþegar verða ýmist fluttir aftur í land með ferjunni ef hún kemst af stað eða sóttir með björgunarbátum. Ekki er ár liðið síðan Baldur varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni. Ásgrímur Ásgrímsson stýrir aðgerðum hjá Landhelgisgæslunni og segir óljóst hvenær fólk muni komist í land. Boðið upp á áfallahjálp „Það er ekki alveg ráðið hvort fólk verður tekið í land eða hvort það fari bara með ferjunni ef þeir treysta vélum og annað. Það eru björgunarskip og björgunarbátar á leiðinni eða komnir á svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks á flugvellinum í Stykkishólmi.“ Ásgeir segir að verið sé að gera ráðstafanir til að taka á móti fólkinu og þeim boðið upp á áfallahjálp ef á þarf að halda. Ferjan stoppaði einungis um þrjú hundruð metra frá landi og Ásgrímur segir að það sé alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi. „En þeim hefur tekist aðeins að dýpka á henni, komið vél í gang og gátu siglt aðeins utar svo þeir eru eins og er svona sex til sjö hundruð metra frá landi en akkerið er enn fast í botninum og hefur ekki tekist að ná því upp,“ segir Ásgrímur. Erfitt að hafa bát með einni vél á þessu svæði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferjan Baldur verður vélarvana og hafa íbúar kallað eftir því að fá nýja ferju til að sinna áætlunarferðum hennar. Aðspurður um hvort það sé tækt að nota Baldur á þessu svæði í ljósi þessara bilana segir Ásgrímur ákjósanlegt að hafa frekar skip með tveimur vélum til að sigla á þessu hafsvæði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip í sumar áður en hún kemur aftur til landsins. Samgöngur Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið sent af stað frá Reykjavík til að aðstoða við aðgerðir en farþegar verða ýmist fluttir aftur í land með ferjunni ef hún kemst af stað eða sóttir með björgunarbátum. Ekki er ár liðið síðan Baldur varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni. Ásgrímur Ásgrímsson stýrir aðgerðum hjá Landhelgisgæslunni og segir óljóst hvenær fólk muni komist í land. Boðið upp á áfallahjálp „Það er ekki alveg ráðið hvort fólk verður tekið í land eða hvort það fari bara með ferjunni ef þeir treysta vélum og annað. Það eru björgunarskip og björgunarbátar á leiðinni eða komnir á svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks á flugvellinum í Stykkishólmi.“ Ásgeir segir að verið sé að gera ráðstafanir til að taka á móti fólkinu og þeim boðið upp á áfallahjálp ef á þarf að halda. Ferjan stoppaði einungis um þrjú hundruð metra frá landi og Ásgrímur segir að það sé alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi. „En þeim hefur tekist aðeins að dýpka á henni, komið vél í gang og gátu siglt aðeins utar svo þeir eru eins og er svona sex til sjö hundruð metra frá landi en akkerið er enn fast í botninum og hefur ekki tekist að ná því upp,“ segir Ásgrímur. Erfitt að hafa bát með einni vél á þessu svæði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferjan Baldur verður vélarvana og hafa íbúar kallað eftir því að fá nýja ferju til að sinna áætlunarferðum hennar. Aðspurður um hvort það sé tækt að nota Baldur á þessu svæði í ljósi þessara bilana segir Ásgrímur ákjósanlegt að hafa frekar skip með tveimur vélum til að sigla á þessu hafsvæði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip í sumar áður en hún kemur aftur til landsins.
Samgöngur Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33
Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42