Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 18. júní 2022 12:53 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Vísir Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið sent af stað frá Reykjavík til að aðstoða við aðgerðir en farþegar verða ýmist fluttir aftur í land með ferjunni ef hún kemst af stað eða sóttir með björgunarbátum. Ekki er ár liðið síðan Baldur varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni. Ásgrímur Ásgrímsson stýrir aðgerðum hjá Landhelgisgæslunni og segir óljóst hvenær fólk muni komist í land. Boðið upp á áfallahjálp „Það er ekki alveg ráðið hvort fólk verður tekið í land eða hvort það fari bara með ferjunni ef þeir treysta vélum og annað. Það eru björgunarskip og björgunarbátar á leiðinni eða komnir á svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks á flugvellinum í Stykkishólmi.“ Ásgeir segir að verið sé að gera ráðstafanir til að taka á móti fólkinu og þeim boðið upp á áfallahjálp ef á þarf að halda. Ferjan stoppaði einungis um þrjú hundruð metra frá landi og Ásgrímur segir að það sé alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi. „En þeim hefur tekist aðeins að dýpka á henni, komið vél í gang og gátu siglt aðeins utar svo þeir eru eins og er svona sex til sjö hundruð metra frá landi en akkerið er enn fast í botninum og hefur ekki tekist að ná því upp,“ segir Ásgrímur. Erfitt að hafa bát með einni vél á þessu svæði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferjan Baldur verður vélarvana og hafa íbúar kallað eftir því að fá nýja ferju til að sinna áætlunarferðum hennar. Aðspurður um hvort það sé tækt að nota Baldur á þessu svæði í ljósi þessara bilana segir Ásgrímur ákjósanlegt að hafa frekar skip með tveimur vélum til að sigla á þessu hafsvæði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip í sumar áður en hún kemur aftur til landsins. Samgöngur Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið sent af stað frá Reykjavík til að aðstoða við aðgerðir en farþegar verða ýmist fluttir aftur í land með ferjunni ef hún kemst af stað eða sóttir með björgunarbátum. Ekki er ár liðið síðan Baldur varð síðast vélarvana úti á sjó og þá þurfti fólk að bíða í sólarhring í ferjunni. Ásgrímur Ásgrímsson stýrir aðgerðum hjá Landhelgisgæslunni og segir óljóst hvenær fólk muni komist í land. Boðið upp á áfallahjálp „Það er ekki alveg ráðið hvort fólk verður tekið í land eða hvort það fari bara með ferjunni ef þeir treysta vélum og annað. Það eru björgunarskip og björgunarbátar á leiðinni eða komnir á svæðið og þyrla Landhelgisgæslunnar er til taks á flugvellinum í Stykkishólmi.“ Ásgeir segir að verið sé að gera ráðstafanir til að taka á móti fólkinu og þeim boðið upp á áfallahjálp ef á þarf að halda. Ferjan stoppaði einungis um þrjú hundruð metra frá landi og Ásgrímur segir að það sé alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi. „En þeim hefur tekist aðeins að dýpka á henni, komið vél í gang og gátu siglt aðeins utar svo þeir eru eins og er svona sex til sjö hundruð metra frá landi en akkerið er enn fast í botninum og hefur ekki tekist að ná því upp,“ segir Ásgrímur. Erfitt að hafa bát með einni vél á þessu svæði Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferjan Baldur verður vélarvana og hafa íbúar kallað eftir því að fá nýja ferju til að sinna áætlunarferðum hennar. Aðspurður um hvort það sé tækt að nota Baldur á þessu svæði í ljósi þessara bilana segir Ásgrímur ákjósanlegt að hafa frekar skip með tveimur vélum til að sigla á þessu hafsvæði. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, hefur Vegagerðin gefið út að ferjunni verði skipt út fyrir Herjólf þriðja haustið 2023. Sú ferja fór nýverið til Færeyja þar sem hún verður nýtt sem vöruflutningaskip í sumar áður en hún kemur aftur til landsins.
Samgöngur Landhelgisgæslan Ferjan Baldur Stykkishólmur Tengdar fréttir Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33
Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42