Skógareldar loga um allan Spán Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2022 14:31 Höfuðborgarbúar kæla sig í einum af mörgum gosbrunnum Madrid, en þar hefur hitinn farið í um og yfir 40 gráður síðustu daga. Fernando Sanchez/GettyImages Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið. Spánn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið.
Spánn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira