Mögnuð tölfræði markvarðarins Murphy Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 17:31 Samantha Leshnak Murphy hefur verið hreint út sagt mögnuð í sumar. Keflavík Samantha Murphy er heldur betur betri en engin. Markvörðurinn hefur verið hreint út sagt mögnuð í marki Keflavíkur í Bestu deild kvenna á leiktíðinni. Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Keflavík gerði mögulega fjárfestingu ársins er liðið samdi við Murphy um að leika milli stanganna á Suðurnesjunum (og víðar) í sumar. Þegar Besta deild kvenna er hálfnuð er Keflavík í 7. sæti með 10 stig. Liðið hefur fengið á sig 13 mörk en þau ættu að vera mun fleiri ef rýnt er í tölfræði liðsins. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Keflavík 1-0 sigur á Stjörnunni þó svo að öll tölfræði hafi bent til þess að Stjarnan hafi átt að vinna. Ef rýnt er í xG (vænt mörk) tölfræðina þá hefði Stjarnan átt að skora að lágmarki fjögur mörk í leiknum á meðan það var hreint út sagt kraftaverk að Keflavík hafi skorað. Skýrslan@KeflavikFC - @FCStjarnan pic.twitter.com/1PbQzwsVyp— Besta deildin (@bestadeildin) June 16, 2022 Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari á Fótbolti.net, birti enn magnaðri tölfræði á Twitter-síðu sinni. Þar kemur í ljós að Murphy ber einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra markverði deildarinnar þegar kemur að því að halda knettinum út úr markinu. Ef marka má tölfræði Guðmundar Aðalsteins þá ætti Murphy – og Keflavík – að vera búin að fá á sig 10 mörk meira í sumar. Keflavík ætti því að vera búið að fá á sig 23 mörk en ekki 13. Ef miðað er við 'prevented goals' tölfræðina þá er augljóst hver hefur verið markvörðurinn í Bestu-kvenna í sumar Tölurnar eru í raun ótrúlegar 1 Samantha Murphy (Keflavík) - 10,462 Sandra Sigurðar (Valur) - 3,643 Telma Ívars (Breiðablik) - 3,31 pic.twitter.com/dEhLJ4tWMh— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) June 16, 2022 Sama tölfræði segir að Sandra Sigurðardóttir (Valur) ætti að vera búin að fá á sig tæplega fjórum mörkum meira og Telma Ívarsdóttir (Breiðablik) rúmlega þremur mörkum meira. Þær tvær eru báðar í landsliðshópi Íslands fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði. Það verður að hrósa Keflavík fyrir að landa þessum frábæra markverði en það má búast við að hún verði gríðarlega eftirsótt eftir að tímabilinu lýkur. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira