Mikið hefur verið rætt og ritað um úrslitaleikinn sem fram fór í París. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í Sankti Pétursborg í Rússlandi en vegna innrásar Rússa í Úkraínu var leikurinn færður.
Hann var færður til Parísar en það virðist sem tíminn til undirbúnings hafi ekki verið nægur. Allskyns vandræði komu upp fyrir leik og var leiknum á endanum frestað um rúmlega hálftíma á meðan reynt var að greiða úr vandræðunum.
Síðan þá hafa hryllingssögur litið dagsins ljós en fólk sem átti miða komst ekki inn á völlinn, lögreglan notaðist við piparúða og táragas. Fólk var rænt af glæpagengjum og jafnvel hótað lífláti.
„Það hafði maður troðið sér inn í röðina. Hann sagði mér að hann vildi miðann minn. Svo hvíslaði hann í eyrað á bróðir mínum að hann myndi skera og stinga pabba okkar. Svo byrjaði hann ýta frá sér, hann kýldi bróðir minn fyrst. Þetta gerðist allt svo fljótt,“ sagði Noel, 14 ára stuðningsmaður Liverpool, í viðtali við The Athletic.
I really thought I was going to die.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) June 16, 2022
Many children went to Liverpool s Champions League final for the best day of their lives.
Instead they were pepper sprayed and terrorised by French police.
This is their story, told by them to @DTathletic
https://t.co/VGFBwvicJY pic.twitter.com/pNhxKgLIKj
„Ég var hræddur, það var fólk öskrandi og líkjandi þessu við Hillsborough,“ bætti Noel við en þar létust 97 stuðningsmenn Liverpool árið 1989 og alls 760 slösuðust.
Í ítarlegri grein á vef The Athletic er talað við ýmsa unga stuðningsmenn Liverpool sem eru enn að jafna sig eftir atburðina í París þann 28. maí síðastliðinn.
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur beðið bæði Liverpool og Real Madríd afsökunar á atburðunum sem áttu sér stað en fyrst var reynt að kenna stuðningsmönnum um.
Það er hins vegar ljóst að margur stuðningsmaðurinn mun hugsa sig tvisvar um áður en hann fer aftur á leik. Það sem átti að vera draumur reyndist vera martröð.