Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 17:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til þeirra sem eru smitaðir af Covid-19 að halda sig til hlés, ekki síst í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn á morgun. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06
Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15