„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2022 12:02 Þegar bílasmíði hófst var meira lagt upp úr fegurð og gæðum að sögn formanns Bílaklúbbs Akureyrar. Bílakúbbur Akureyrar Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“ Bílar Akureyri Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“
Bílar Akureyri Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira