„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2022 12:02 Þegar bílasmíði hófst var meira lagt upp úr fegurð og gæðum að sögn formanns Bílaklúbbs Akureyrar. Bílakúbbur Akureyrar Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“ Bílar Akureyri Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“
Bílar Akureyri Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira