Umfjöllun og viðtöl: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Árni Jóhannsson skrifar 16. júní 2022 23:23 Valsmenn fögnuðu sigrinum vel og innilega. Vísir/Diego Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. Leikurinn á Hlíðarenda var frábær skemmtun í nánast allar 90 mínúturnar. Bæði lið áttu sínar sóknarlotur og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væru tvö mjög góð fótboltalið sem væru að mætast. Liðin náðu ekki endilega að koma sér í hættuleg marktækifæri lengi vel en uppspil og stöður sem sköpuðust voru góðar og gamli góði herslumunurinn var það sem vantaði. Valsmenn voru þó fyrstir að nýta tækifæri en á 35. mínútu tapaði Damir Muminovic knettinum á miðjum vellinum þegar Aron Jóhannsson hrifsaði knöttinn af honum eftir að Damir var í vandræðum með að finna sendingu á liðsfélaga. Aron áttaði sig á því að Anton Ari var langt, langt fyrir utan vítateiginn sinn og lyfti boltanum úr miðjuhringnum yfir Anton og lenti boltinn í netinu út við stöng. Stórglæsilegt mark sem verður í umræðunni þegar á að taka ákvörðun um fallegasta mark sumarsins. Níu mínútum seinna tvöfölduðu heimamenn forystu sína en þá átti Arnór Smárason frábæra sendingu inn fyrir á Orra Hrafn Kjartansson sem náði að koma sér framfyrir varnarmann Blika og þar með var hann kominn einn á móti markverði og setti hann knöttinn framhjá Aroni smekklega. Frábær sending og frábært slútt. Annað mark sem verður í umræðunni í lok sumars en sendingin var stórkostleg. Markið var það síðasta sem gerðist í fyrri háflelik og Valsmenn kampakátir á leið sinni inn í búningsklefann. Það var vitað mál að Blikar myndu koma út í seinni hálfleik mun ákveðnari í að ná í úrslit og það raungerðist. Blikar voru mun meira með boltann og komu Valsmönnum mjög neðarlega á völlinn. Upp við kaðlana ef svo má segja. Þeir sköpuðu sér færi og klúðruðu þeim en það kom ekki að sök því á 63. mínútu náðu þeir að koma sér inn í leikinn. Blikar áttu þá frábært spil upp völlinn og út á hægri vænginn. Höskuldur Gunnlaugsson gaf frábæra sendingu inn á teginn og móttaka Dags Dans Þórhallssonar var enn betri. Hann náði að leggja boltann fyrir sig og dúndra boltanum í þaknetið. Óverjandi fyrir Guy Smit í markinu. Blikar voru mestmegnis með boltann eins og fyrr í hálfleiknum en þurftu að bíða í 21 mínútur eftir jöfnunarmarkinu sínu. Þar var á ferðinni, varamaðurinn, Anton Logi Lúðvíksson. Frábær sending frá Jasoni Daða inn á markteig og Anton Logi náði að stanga knöttinn yfir Guy sem nær ekki að slá boltann yfir. Varnarmenn Vals litu ekki vel út í markinu og allt var jafnt. Leikar æstust ef eitthvað við þetta mark og möguleikarnir á sigurmarki voru umtalsverðir. Hjá báðum liðum. Það kom og var það Patrick Pedersen sem var þar að verki en hann hafði komið inn á sem varamaður og var það varamaðurinn Sigurður Egill Lárusson sem aðstoðaði hann við markið. Sigurður Egill átti frábæra lága fyrirgjöf af vinstri kanti og Pedersen þurfti bara að stýra boltanum í netið. Við þetta ætlaði allt um koll að keyra og hitnaði mönnum heldur betur í hamsi en allt kom fyrir ekki og Valsmenn þeir fyrstu til að leggja Blika af velli í sumar. Afhverju vann Valur? Ég hef komið inn á að í báðum liðum eru mikil einstaklingsgæði. Nú í kvöld voru það gæði Pedersens sem réðu úrslitum. Einu sinni sem oftar var hann réttur maður á réttum stað og kláraði færið sitt og leikinn. Hvað gekk vel? Spil liðanna gekk mjög vel. Það er langt síðan maður sá svona leik sem gekk endanna á milli hér á Íslandi og var leikurinn frábær auglýsing fyrir Bestu deild karla. Í kvöld er nafn deildarinnar rétt nefni. Hvað gekk illa? Fátt. Færasköpun gekk illa framan af en þegar liðin komust í takt þá ruku færin, hálf og heil, upp í leiknum og við fengum fimm mörk. Bestir á vellinum? Það er erfitt að velja besta mann vallarins. Það voru margir að spila vel og gera vel fyrir liðið sitt. Jason Daði og Dagur Dan báru upp sóknarleik gestanna og kollegar þeirra hinum megin Tryggvi og Orri áttu stórgóðar frammistöður. Hvað næst? Valsmenn reyna væntanlega að byggja ofan á þennan frábæra sigur en þeir fá Leikni í heimsókn í næstu umferð. Blikar þurfa að vera fljótir að jafna sig en þeir taka á móti KA og endurheimta Ísak Snæ Þorvaldsson í þeim leik. Aron Jóhannsson: Sýnir öllum á landinu að Blikar eru ekki ósigrandi Aron Jóhannsson í baráttunni í leik kvöldsins.Vísir/Diego Aron Jóhannsson skoraði fyrsta mark Valsmanna í kvöld og var að vonum gífurlega ánægður með sigur sinna manna og taldi að hann myndi gefa þeim heilmikið í framhaldinu. „Þetta gefur okkur heilmikið. Við vorum búnir að vera í smá leiðinda kafla og við litum á það að það væri ekkert betra eftir þetta hlé en að mæta besta liðinu. Við kláuðum það og það er frábært.“ Aron var að skora sitt fyrsta mark í deildinni og var hann spurður að því hvað það myndi gera fyrir hann persónulega. „Ég veit það ekki. Ég var ekki búinn að stressa mig mikið á markaleysinu. Var búinn að stressa mig meira á frammistöðunni í síðustu leikjum og við svöruðum henni í kvöld frábærlega vel. Við vorum betra liðið í fyrri hálfleik og þeir í seinni en svo klárum við þetta bara með fáránlega sætu marki. Geggjuð tilfinning.“ Aron var spurður að því hvort leikplan Valsmanna hafi gengið upp í dag. „Af því að við unnum já“, sagði Aron og hló dátt. Hann hélt áfram. „Eins og ég segi þá vorum við góðir í fyrri hálfleik en það hægist aðeins á okkur í seinni hálfleik og við þurfum að fara aðeins yfir það afhverju það gerist. Þetta gefur okkur heilmikið og sýnir öllum á landinu að Blikar eru ekki ósigrandi. Nú erum við að fara að saxa enn meira á þá en þeir eru bestir eins og er en við söxum á það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Breiðablik
Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. Leikurinn á Hlíðarenda var frábær skemmtun í nánast allar 90 mínúturnar. Bæði lið áttu sínar sóknarlotur og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væru tvö mjög góð fótboltalið sem væru að mætast. Liðin náðu ekki endilega að koma sér í hættuleg marktækifæri lengi vel en uppspil og stöður sem sköpuðust voru góðar og gamli góði herslumunurinn var það sem vantaði. Valsmenn voru þó fyrstir að nýta tækifæri en á 35. mínútu tapaði Damir Muminovic knettinum á miðjum vellinum þegar Aron Jóhannsson hrifsaði knöttinn af honum eftir að Damir var í vandræðum með að finna sendingu á liðsfélaga. Aron áttaði sig á því að Anton Ari var langt, langt fyrir utan vítateiginn sinn og lyfti boltanum úr miðjuhringnum yfir Anton og lenti boltinn í netinu út við stöng. Stórglæsilegt mark sem verður í umræðunni þegar á að taka ákvörðun um fallegasta mark sumarsins. Níu mínútum seinna tvöfölduðu heimamenn forystu sína en þá átti Arnór Smárason frábæra sendingu inn fyrir á Orra Hrafn Kjartansson sem náði að koma sér framfyrir varnarmann Blika og þar með var hann kominn einn á móti markverði og setti hann knöttinn framhjá Aroni smekklega. Frábær sending og frábært slútt. Annað mark sem verður í umræðunni í lok sumars en sendingin var stórkostleg. Markið var það síðasta sem gerðist í fyrri háflelik og Valsmenn kampakátir á leið sinni inn í búningsklefann. Það var vitað mál að Blikar myndu koma út í seinni hálfleik mun ákveðnari í að ná í úrslit og það raungerðist. Blikar voru mun meira með boltann og komu Valsmönnum mjög neðarlega á völlinn. Upp við kaðlana ef svo má segja. Þeir sköpuðu sér færi og klúðruðu þeim en það kom ekki að sök því á 63. mínútu náðu þeir að koma sér inn í leikinn. Blikar áttu þá frábært spil upp völlinn og út á hægri vænginn. Höskuldur Gunnlaugsson gaf frábæra sendingu inn á teginn og móttaka Dags Dans Þórhallssonar var enn betri. Hann náði að leggja boltann fyrir sig og dúndra boltanum í þaknetið. Óverjandi fyrir Guy Smit í markinu. Blikar voru mestmegnis með boltann eins og fyrr í hálfleiknum en þurftu að bíða í 21 mínútur eftir jöfnunarmarkinu sínu. Þar var á ferðinni, varamaðurinn, Anton Logi Lúðvíksson. Frábær sending frá Jasoni Daða inn á markteig og Anton Logi náði að stanga knöttinn yfir Guy sem nær ekki að slá boltann yfir. Varnarmenn Vals litu ekki vel út í markinu og allt var jafnt. Leikar æstust ef eitthvað við þetta mark og möguleikarnir á sigurmarki voru umtalsverðir. Hjá báðum liðum. Það kom og var það Patrick Pedersen sem var þar að verki en hann hafði komið inn á sem varamaður og var það varamaðurinn Sigurður Egill Lárusson sem aðstoðaði hann við markið. Sigurður Egill átti frábæra lága fyrirgjöf af vinstri kanti og Pedersen þurfti bara að stýra boltanum í netið. Við þetta ætlaði allt um koll að keyra og hitnaði mönnum heldur betur í hamsi en allt kom fyrir ekki og Valsmenn þeir fyrstu til að leggja Blika af velli í sumar. Afhverju vann Valur? Ég hef komið inn á að í báðum liðum eru mikil einstaklingsgæði. Nú í kvöld voru það gæði Pedersens sem réðu úrslitum. Einu sinni sem oftar var hann réttur maður á réttum stað og kláraði færið sitt og leikinn. Hvað gekk vel? Spil liðanna gekk mjög vel. Það er langt síðan maður sá svona leik sem gekk endanna á milli hér á Íslandi og var leikurinn frábær auglýsing fyrir Bestu deild karla. Í kvöld er nafn deildarinnar rétt nefni. Hvað gekk illa? Fátt. Færasköpun gekk illa framan af en þegar liðin komust í takt þá ruku færin, hálf og heil, upp í leiknum og við fengum fimm mörk. Bestir á vellinum? Það er erfitt að velja besta mann vallarins. Það voru margir að spila vel og gera vel fyrir liðið sitt. Jason Daði og Dagur Dan báru upp sóknarleik gestanna og kollegar þeirra hinum megin Tryggvi og Orri áttu stórgóðar frammistöður. Hvað næst? Valsmenn reyna væntanlega að byggja ofan á þennan frábæra sigur en þeir fá Leikni í heimsókn í næstu umferð. Blikar þurfa að vera fljótir að jafna sig en þeir taka á móti KA og endurheimta Ísak Snæ Þorvaldsson í þeim leik. Aron Jóhannsson: Sýnir öllum á landinu að Blikar eru ekki ósigrandi Aron Jóhannsson í baráttunni í leik kvöldsins.Vísir/Diego Aron Jóhannsson skoraði fyrsta mark Valsmanna í kvöld og var að vonum gífurlega ánægður með sigur sinna manna og taldi að hann myndi gefa þeim heilmikið í framhaldinu. „Þetta gefur okkur heilmikið. Við vorum búnir að vera í smá leiðinda kafla og við litum á það að það væri ekkert betra eftir þetta hlé en að mæta besta liðinu. Við kláuðum það og það er frábært.“ Aron var að skora sitt fyrsta mark í deildinni og var hann spurður að því hvað það myndi gera fyrir hann persónulega. „Ég veit það ekki. Ég var ekki búinn að stressa mig mikið á markaleysinu. Var búinn að stressa mig meira á frammistöðunni í síðustu leikjum og við svöruðum henni í kvöld frábærlega vel. Við vorum betra liðið í fyrri hálfleik og þeir í seinni en svo klárum við þetta bara með fáránlega sætu marki. Geggjuð tilfinning.“ Aron var spurður að því hvort leikplan Valsmanna hafi gengið upp í dag. „Af því að við unnum já“, sagði Aron og hló dátt. Hann hélt áfram. „Eins og ég segi þá vorum við góðir í fyrri hálfleik en það hægist aðeins á okkur í seinni hálfleik og við þurfum að fara aðeins yfir það afhverju það gerist. Þetta gefur okkur heilmikið og sýnir öllum á landinu að Blikar eru ekki ósigrandi. Nú erum við að fara að saxa enn meira á þá en þeir eru bestir eins og er en við söxum á það.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti