Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2022 16:17 Í frumvarpi sem Willum lagði fram er ákvæði sem bannar innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum með bragðefnum. Samsett Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni. Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni.
Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37