Breiðablik vildi áfrýja leikbanni Omar Sowe: Beiðninni hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 11:00 Omar Sowe var úrskurðaður í tveggja leikja bann. vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, óskaði eftir að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í máli Omar Sowe. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku af atviki sem átti sér stað í leik Leiknis Reykjavíkur og Breiðabliks. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, í samtali við Fótbolta.net. Þar segir Eysteinn Pétur meðal annars að „reglugerð KSÍ varðandi þessi ma´l var breytt í fyrra.“ Sowe var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að gefa Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leik liðanna fyrir landsleikjahlé. Stuðst var við myndbandstupptöku en ekkert var dæmt á meðan leik stóð. Breiðablik vann leikinn 2-1 og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi Bestu deildarinnar þegar átta umferðum er lokið. Eysteinn Pétur segist einnig að Blikum hafi fundist „mikilvægt að fá úrlausn áfrýjunardómstólsins um notkun á myndbandsupptökum almennt.“ Hann segir Blika telja að regluverkið sé ekki nægilega skýrt og því hafi þeir óskað eftir að leyfi til að áfrýja niðurstöðunni. „Því var hafnað, við fengum það svar í dag. Það er svo sem ekkert meira um það að segja og bara áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur ennfremur. Eysteinn Pétur, framkvæmdastjóri Breiðabliks.Breiðablik Framkvæmdastjórinn tekur fram að Breiðablik hafi viljað svör við því hvenær á að notast við myndbandsupptökur og hvenær ekki þar sem það er ekki alltaf sami búnaður til staðar á hverjum velli fyrir sig. „Við unum þessu, erum búnir að fá höfnun á þessa áfrýjun en finnst að það þurfi að skýra þetta betur út. Það þarf ekkert að gera stærra mál úr þessu. Hann er í tveggja leikja banni og áfram gakk,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum við Fótbolti.net. Breiðablik verður því án Omar Sowe gegn Val á morgun, fimmtudag, og gegn KA á mánudaginn kemur. Breiðablik verður einnig án Ísaks Snæs Þorvaldssonar en hann er í leikbanni eftir að hafa sankað að sér fjórum gulum spjöldum á leiktíðinni. Besta deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé með tveimur leikjum. ÍBV mætir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Vestmannaeyjum klukkan 18.00. Stórveldin KR og ÍA mætast í Vesturbænum klukkan 19.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan er svo á dagskrá klukkan 21.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira