Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 19:22 Þingflokkarnir hafa náð saman um þingloka að langmestu leyti. Eitt mál virðist þó geta sett strik í reikninginn. vísir/vilhelm Þó þingflokkar hafi náð saman um heildarramma þingloka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er veiting ríkisborgararéttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þinglok í algert uppnám. Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira