Samkeppni er ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2022 08:00 Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Áhrifin eru alltaf þau sömu, neytendum í óhag. Enda almannahagsmunir settir til hliðar. Fákeppni og sérhagsmunir Fákeppnishagnaður í fjármálakerfinu er ástæða þess að hér er dýrasta bankaþjónusta í Evrópu. Þennan kostnað þurfa fyrirtæki og almenningur í landinu að sitja uppi með. Við höfum sennilega flest öll kvartað yfir háum lántökukostnaði og rándýrri greiðslumiðlun sem kostar okkur tugi milljarða á ári hverju. Sömu sögu má segja af tryggingarþjónustunni. Þessi fákeppni er afleiðing margra þátta en það er fyrst og fremst óstöðugur gjaldmiðill okkar sem veldur því að erlendir aðilar vilja síður hefja hér rekstur í samkeppni við innlenda aðila. Þeim þykir fjárfestingin of áhættusöm og sjá fram á meiri ábata af fjárfestingum annars staðar. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfið innanlands. Hátt verð á nauðsynjavörum svo sem eldsneyti og matvælum hefur einnig leikið okkur grátt. Þær landbúnaðarvörur á matvörumarkaði sem ekki falla undir samkeppnisreglur hafa í gegnum tíðina leitt vagninn þegar kemur að verðhækkunum. Þessi vandamál blasa við nánast hvert sem er litið og þau eru að mestu leyti afleiðing samkeppnisleysis og pólitískra ákvarðana sem taka ekki tillit til hagsmuna neytenda. Hagsmuna neytenda ekki gætt Virkari samkeppni á markaði er brýn nauðsyn. Það er augljóst mál. Hins vegar verða engin skref tekin í átt að aukinni samkeppni á meðan þetta er eitt af forboðnum umræðuefnum stjórnvalda. Ríkisstjórnin kýs að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni á vöru- og þjónustumarkaði hér innanlands. Þess vegna er enginn áhugi á tillögum okkar um að almennar samkeppnisreglur ríki í landbúnaði og enginn áhugi á að markaðslögmál gildi í sjávarútvegi. Þess vegna var tillaga okkar um heildstæða úttekt á áhrifum virkrar samkeppni ekki afgreidd úr nefnd á sínum tíma. Ekki heldur á þinginu sem nú er að líða. Rétt eins og tillagan okkar um mat á samkeppnisrekstri ríkisins. Svo er auðvitað enginn áhugi á að ræða vaxtamuninn í fjármálaþjónustu og áhrif sífelldra gengisbreytinga á íslenskt atvinnulíf og almenning allan. Fjölmargt má hér nefna og það segir allt sem segja þarf um raunverulegan vilja stjórnvalda. Samkeppni er einfaldlega ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Það bitnar á neytendum. Samkeppni og almannahagur Kostir virkrar samkeppni eru margir. Neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verðum þegar heilbrigð samkeppni ríkir á mörkuðum. Hún tryggir aukið vöruframboð, aukið valfrelsi og betri þjónustu. Samkeppni skapar aukinn hvata fyrir nýsköpun í framleiðslu, stuðlar að umbótum í rekstri og dregur úr hvatanum til sóunar. Heilt yfir er ábati bæði neytenda og framleiðenda augljós. Samkeppnin gagnast öllu samfélaginu í heild. Hún bætir hag alls almennings og eykur lífsgæði fólks. Samkeppni er sérstaklega mikilvæg á tímum mikillar verðbólgu. Hvatinn til að veita vöru og þjónustu á hagstæðu verði skiptir öllu máli þegar verðbólgan rýrir kjör launþega. Heilbrigð samkeppni er fyrirtækjum líka nauðsynleg þegar rekstrarkostnaður eykst vegna verðbólgunnar. Þá getur nýsköpun reynst bjargvættur á tímum mikilla erfiðleika í hagkerfinu. Loks er samkeppnisaðhald utan frá ein besta trygging okkar gegn sífellt hækkandi vöruverði. Það héldi aftur af verðbólguþrýstingi ef auðveldara yrði fyrir íslenska neytendur að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, þar myndi mestu muna að draga úr viðskiptahindrunum og létta undir með neytendum með því að samrýma skattakjör milli ríkja. Verðbólgan er auðvitað þess eðlis að erfiðara verður að tryggja alla þessa kosti virkrar samkeppni. Hærri verðbólga ýtir undir fákeppni og getur skaðað samkeppnisumhverfið til langs tíma litið. Af þeim sökum er einmitt mikilvægt að við bætum ekki á vandann með samkeppnishindrunum og pólitískum ákvörðunum og aðgerðum sem gera ekkert nema að draga úr samkeppni og tryggja aukna fákeppni á mörkuðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn sýnt að hún aðhyllist ekki sömu sjónarmið. Fyrir vikið eru sérhagsmunir í forgangi. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Samkeppnismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi. Áhrifin eru alltaf þau sömu, neytendum í óhag. Enda almannahagsmunir settir til hliðar. Fákeppni og sérhagsmunir Fákeppnishagnaður í fjármálakerfinu er ástæða þess að hér er dýrasta bankaþjónusta í Evrópu. Þennan kostnað þurfa fyrirtæki og almenningur í landinu að sitja uppi með. Við höfum sennilega flest öll kvartað yfir háum lántökukostnaði og rándýrri greiðslumiðlun sem kostar okkur tugi milljarða á ári hverju. Sömu sögu má segja af tryggingarþjónustunni. Þessi fákeppni er afleiðing margra þátta en það er fyrst og fremst óstöðugur gjaldmiðill okkar sem veldur því að erlendir aðilar vilja síður hefja hér rekstur í samkeppni við innlenda aðila. Þeim þykir fjárfestingin of áhættusöm og sjá fram á meiri ábata af fjárfestingum annars staðar. Það hefur verulega neikvæð áhrif á samkeppnisumhverfið innanlands. Hátt verð á nauðsynjavörum svo sem eldsneyti og matvælum hefur einnig leikið okkur grátt. Þær landbúnaðarvörur á matvörumarkaði sem ekki falla undir samkeppnisreglur hafa í gegnum tíðina leitt vagninn þegar kemur að verðhækkunum. Þessi vandamál blasa við nánast hvert sem er litið og þau eru að mestu leyti afleiðing samkeppnisleysis og pólitískra ákvarðana sem taka ekki tillit til hagsmuna neytenda. Hagsmuna neytenda ekki gætt Virkari samkeppni á markaði er brýn nauðsyn. Það er augljóst mál. Hins vegar verða engin skref tekin í átt að aukinni samkeppni á meðan þetta er eitt af forboðnum umræðuefnum stjórnvalda. Ríkisstjórnin kýs að stinga höfðinu í sandinn frekar en að ræða af einhverri alvöru hvernig tryggja megi eðlilega samkeppni á vöru- og þjónustumarkaði hér innanlands. Þess vegna er enginn áhugi á tillögum okkar um að almennar samkeppnisreglur ríki í landbúnaði og enginn áhugi á að markaðslögmál gildi í sjávarútvegi. Þess vegna var tillaga okkar um heildstæða úttekt á áhrifum virkrar samkeppni ekki afgreidd úr nefnd á sínum tíma. Ekki heldur á þinginu sem nú er að líða. Rétt eins og tillagan okkar um mat á samkeppnisrekstri ríkisins. Svo er auðvitað enginn áhugi á að ræða vaxtamuninn í fjármálaþjónustu og áhrif sífelldra gengisbreytinga á íslenskt atvinnulíf og almenning allan. Fjölmargt má hér nefna og það segir allt sem segja þarf um raunverulegan vilja stjórnvalda. Samkeppni er einfaldlega ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Það bitnar á neytendum. Samkeppni og almannahagur Kostir virkrar samkeppni eru margir. Neytendur fá vörur og þjónustu á sem lægstu verðum þegar heilbrigð samkeppni ríkir á mörkuðum. Hún tryggir aukið vöruframboð, aukið valfrelsi og betri þjónustu. Samkeppni skapar aukinn hvata fyrir nýsköpun í framleiðslu, stuðlar að umbótum í rekstri og dregur úr hvatanum til sóunar. Heilt yfir er ábati bæði neytenda og framleiðenda augljós. Samkeppnin gagnast öllu samfélaginu í heild. Hún bætir hag alls almennings og eykur lífsgæði fólks. Samkeppni er sérstaklega mikilvæg á tímum mikillar verðbólgu. Hvatinn til að veita vöru og þjónustu á hagstæðu verði skiptir öllu máli þegar verðbólgan rýrir kjör launþega. Heilbrigð samkeppni er fyrirtækjum líka nauðsynleg þegar rekstrarkostnaður eykst vegna verðbólgunnar. Þá getur nýsköpun reynst bjargvættur á tímum mikilla erfiðleika í hagkerfinu. Loks er samkeppnisaðhald utan frá ein besta trygging okkar gegn sífellt hækkandi vöruverði. Það héldi aftur af verðbólguþrýstingi ef auðveldara yrði fyrir íslenska neytendur að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, þar myndi mestu muna að draga úr viðskiptahindrunum og létta undir með neytendum með því að samrýma skattakjör milli ríkja. Verðbólgan er auðvitað þess eðlis að erfiðara verður að tryggja alla þessa kosti virkrar samkeppni. Hærri verðbólga ýtir undir fákeppni og getur skaðað samkeppnisumhverfið til langs tíma litið. Af þeim sökum er einmitt mikilvægt að við bætum ekki á vandann með samkeppnishindrunum og pólitískum ákvörðunum og aðgerðum sem gera ekkert nema að draga úr samkeppni og tryggja aukna fákeppni á mörkuðum. Því miður hefur þessi ríkisstjórn sýnt að hún aðhyllist ekki sömu sjónarmið. Fyrir vikið eru sérhagsmunir í forgangi. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar