Bifreiðin var á ferð í póstnúmeri 104 þegar lögreglumennirnir ætluðu að stöðva hana, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaðurinn gaf hins vegar í en eftir stuttan spöl ók hann inn á bílastæði og hljóp á brott. Hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum og handtekinn. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda.
Í póstnúmeri 108 var maður handtekinn vegna gruns um líkamsárás. Hann verður vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.
Í Hafnarfirði var ekið á vegfaranda en ekki er vitað um slys á viðkomandi. Annars staðar í bænum lentu bifreið og létt bifhjól saman. Minniháttar tjón og slys er sagt hafa orðið.