Kjóllinn var upphaflega hannaður fyrir Monroe sem klæddist honum árið 1962 þegar hún söng frægan afmælissöng fyrir þáverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy. Kim fékk kjólinn lánaðan frá Ripley‘s Believe it or Not! sem höfðu keypt hann á uppboði árið 2016 fyrir 4,8 milljónir dollara.
Einkasafnið The Marilyn Monroe Collection bentu á skemmdirnar á kjólnum í Instagram-færslu nýlega. Þar sögðu þau nokkra demanta hafa dottið af kjólnum og aðrir héngu á bláþræði.
Óánægja með að Kim fengi kjólinn lánaðan
Margir settu spurningamerki við að Kim fengi kjólinn lánaðan sökum aldurs kjólsins og sögulegrar merkingar hans. Þeirra á meðal var hönnuður kjólsins, Bob Mackie, sem sagði að enginn ætti að sjást í kjólnum annar en Marilyn.
If you re wondering how Marilyn Monroe s dress got damaged. Rubbing and stretching it onto Kim Kardashian probably didn t help.
— Christina (@murphystina) June 13, 2022
This doesn t look gentle. pic.twitter.com/zRq7fI4Kla
Einnig vakti mikla athygli þegar Kim greindi frá því að hún hefði þurft að léttast um 7 kíló á þremur vikum til að komast í kjólinn. Þegar í sjálft Meta Gala partýið var komið átti Kim svo að hafa skipt yfir í eftirlíkingu af kjólnum af því hún átti erfitt með að hreyfa sig í upprunalega kjólnum.