Sveiflur er enn að sjá í faraldrinum en Þórólfur segir það vera tengt við þann fjölda sýna sem er tekinn, fólk sé ekki endilega að fara í staðfestingarpróf þó það sé að greinast með heimaprófum.
Einnig stendur til að byrja að bólusetja eldri en 80 ára með fjórða skammti en Ísland er ekki komið á þann stað að sá skammtur standi öllum landsmönnum til boða. Þórólfur segir það vera í ákveðinni biðstöðu.
„Eina landið sem ég veit um sem hefur ákveðið hvernig þetta verður í haust eru Svíar, þeir hafa lagt fram áætlun um haustið og bólusetningu og bjóða öllum bólusetningu í haust, það eru ekki allir sem hafa gert það fram að þessu en við þurfum bara aðeins að sjá til,“ segir Þórólfur.