Fyrstu gæludýr úkraínskra flóttamanna koma til landsins í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 15:08 Úkraínskur maður klappar hundinum sínum í útjaðri Kænugarðs. Mynd tengist frétt ekki beint. Natacha Pisarenko/AP Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar á Kjalarnesi í dag. Hundarnir tveir eru fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti en von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, veitti undanþágu í mars til að flóttafólk frá Úkraínu gæti tekið á móti gæludýrum sínum að lokinni nauðsynlegri einangrun, bólusetningum og meðhöndlun. Eftir framkvæmdir uppfyllir einangrunarstöðin á Kjalarnesi nú nauðsynleg skilyrði og getur tekið á móti fjórum köttum og 22 hundum. Þegar er búið að gefa út innflutningsleyfi og munu flest dýranna þurfa a.m.k. þriggja mánaða einangrun. Fólk beðið eftir opnun stöðvarinnar Í viðtali Stöðvar 2 við Hrund Hólm, deildarstjóra hjá inn- og útflutningsdeild Matvælastofnunar þann 2. júní síðastliðin kom fram að hátt í 70 einstaklingar höfðu áður haft samband við Matvælastofnun vegna málsins. „Sumt fólk hefur í rauninni bara verið að bíða eftir að þetta opni svo þau geti komið hingað,“ sagði Hrund um opnun einangrunarstöðvarinnar. Þó að fallið hafi verið frá ákveðnum skilyrðum verði ítrustu varúðar áfram gætt, meðal annars með tilliti til hundaæðis sem er víða í Úkraínu. Þá sagði hún það vera gríðarlega mikilvægt að fyrirbyggja að hingað berist smitsjúkdómar og því væri enginn afsláttur gefinn af heilbrigðisskilyrðum. Gæludýraeigendur geti loks átt endurfundi við dýrin sín Í tilkynningunni kemur fram að eftir komu dýranna fari fram ítarleg læknisskoðun innan þriggja daga, sýnatökur og bólusetningar eins og kveðið er á um í reglugerð. Auk þess að sinna fóðrun, þrifum, smitvörnum og eftirliti með heilsufari er einnig mikil áhersla lögð á að starfsfólk stöðvarinnar verji tíma með hverju dýri. „Það er góð tilhugsun að gæludýraeigendur frá Úkraínu geti nú átt endurfundi við dýrin sín eftir þær miklu raunir sem bæði menn og dýr hafa þurft að þola,“ sagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Flóttafólk á Íslandi Gæludýr Úkraína Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira