Allir eru að fá sér Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifar 13. júní 2022 10:31 Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Engin þjóð framleiðir meira rafmagn en Ísland miðað við höfðatölu.Samt gera stjórnvöld áætlanir sem byggjast á áframhaldandi vexti. Þau fullyrða að til þess að fara í orkuskipti þurfi að auka framleiðslu um 120% á næstu áratugum. Í dag fara 80% allrar orku sem er framleidd á landinu til stóriðju. Fyrir hvert kílówatt af orku sem íslensk heimili nota þarf stóriðjan fjögur kílówött. Áhyggjufull alþýðuheimili reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að kaupa rafmagnsbíl, ferðast á reiðhjóli, fara ekki til útlanda, flokka sorp, vinna gegn matarsóun. En fyrir hvern lítra af bensíni sem íslenskum heimilum tekst að spara þyrfti stóriðjan á Íslandi að spara fjóra. Fyrir hvert gramm af koltvísýringi sem okkur tekst að koma í veg fyrir að stígi til himins þyrfti stóriðjan að draga saman fjögur grömm. Til þess að ná settu marki í loftslagsmálum þýðir ekki að gera áætlanir sem byggja á óbreyttu ástandi. Breytingar eru nauðsynlegar. Við getum vel náð settu marki- fullkomnum orkuskiptum með því að breyta lífsháttum okkar en þá verður líka að gera sömu kröfur til álvera og heimila.Íslensk náttúra er opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Um land allt eru menn önnum kafnir við að skipuleggja virkjanir, vindorkuver, hugsandi um leiðir til þess að komast framhjá leikreglum umhverfismats og skipulagslaga. Þessu verður að linna. Eina leiðin til þess að vernda náttúruna og koma á nauðsynlegum orkuskiptum er með því að draga úr orkufrekri neyslu. Lausnin er í neysluskiptum en ekki orkuskiptum. Hættum að líta á frekari virkjanir sem lausn vandans og vöknum til nýrrar framtíðar með skynsamlegum lausnum Landverndar. Til framtíðar getum við ekki umgengist íslenska náttúru eins og opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Við viljum ekki verða kynslóðin sem gerði heiminn óbyggilegan komandi kynslóðum. Þar verða stjórnvöld að ganga á undan með því að gera sömu kröfur til stóriðjunnar og fólksins í landinu. Landvernd kynnir sviðsmyndir þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur á hádegisfundi n.k. miðvikudag. Frekari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Landverndar. Höfundur situr í stjórn Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Sjá meira
Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Engin þjóð framleiðir meira rafmagn en Ísland miðað við höfðatölu.Samt gera stjórnvöld áætlanir sem byggjast á áframhaldandi vexti. Þau fullyrða að til þess að fara í orkuskipti þurfi að auka framleiðslu um 120% á næstu áratugum. Í dag fara 80% allrar orku sem er framleidd á landinu til stóriðju. Fyrir hvert kílówatt af orku sem íslensk heimili nota þarf stóriðjan fjögur kílówött. Áhyggjufull alþýðuheimili reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að kaupa rafmagnsbíl, ferðast á reiðhjóli, fara ekki til útlanda, flokka sorp, vinna gegn matarsóun. En fyrir hvern lítra af bensíni sem íslenskum heimilum tekst að spara þyrfti stóriðjan á Íslandi að spara fjóra. Fyrir hvert gramm af koltvísýringi sem okkur tekst að koma í veg fyrir að stígi til himins þyrfti stóriðjan að draga saman fjögur grömm. Til þess að ná settu marki í loftslagsmálum þýðir ekki að gera áætlanir sem byggja á óbreyttu ástandi. Breytingar eru nauðsynlegar. Við getum vel náð settu marki- fullkomnum orkuskiptum með því að breyta lífsháttum okkar en þá verður líka að gera sömu kröfur til álvera og heimila.Íslensk náttúra er opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Um land allt eru menn önnum kafnir við að skipuleggja virkjanir, vindorkuver, hugsandi um leiðir til þess að komast framhjá leikreglum umhverfismats og skipulagslaga. Þessu verður að linna. Eina leiðin til þess að vernda náttúruna og koma á nauðsynlegum orkuskiptum er með því að draga úr orkufrekri neyslu. Lausnin er í neysluskiptum en ekki orkuskiptum. Hættum að líta á frekari virkjanir sem lausn vandans og vöknum til nýrrar framtíðar með skynsamlegum lausnum Landverndar. Til framtíðar getum við ekki umgengist íslenska náttúru eins og opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Við viljum ekki verða kynslóðin sem gerði heiminn óbyggilegan komandi kynslóðum. Þar verða stjórnvöld að ganga á undan með því að gera sömu kröfur til stóriðjunnar og fólksins í landinu. Landvernd kynnir sviðsmyndir þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur á hádegisfundi n.k. miðvikudag. Frekari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Landverndar. Höfundur situr í stjórn Landverndar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun