Elísabet II tók í morgun fram úr Bhumibol Adulyadej Taílandskonungi sem lést árið 2016, að því er segir í frétt BBC.
Bretar héldu upp á sjötíu ára valdatíð hinnar 96 ára Elísabetar með fjögurra daga hátíðahöldum víðs vegar um landið í nýliðinni viku.
Fari svo að drottninginn verði enn við völd í maí 2024 mun hún verða sá þjóðhöfðingi sem hefur lengst setið á valdastóli.
Valdatíð Loðvíks XIV var 72 ár og 110 dagar, frá 1643 til 1715. Hann varð formlega konungur fjögurra ára gamall, en byrjaði þó ekki að stjórna landinu sjálfur fyrr en á þrítugsaldri, árið 1661.
Elísabet varð drottning 25 ára gömul eftir andlát föður síns þann 6. febrúar 1952.