Mætir Ólympíumeistaranum á morgun: „Á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 23:32 Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn gegn hinni bresku Lauren Price á morgun. Christian Hestnæs/mmafrettir.is Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn á morgun þegar hún berst við bresku hnefaleikakonuna Lauren Price í OVO Arena Wembley. Lauren Price vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó, en þetta verður hennar fyrsti atvinnumannabardagi. „Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud Box Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
„Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud
Box Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira