Íslenskur vafri sem heldur utan um tölvupóstinn, dagatalið og hlaðvörpin Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 23:35 Vivaldi vafrinn er íslenskt hugvit. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Osló en þróun vafrans fer líka fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Vísir Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto. Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að yfir fjórir milljarðar manna noti tölvupóst á heimsvísu og að margir séu með fleiri en eitt tölvupóstfang í notkun. Með Vivaldi póstkerfinu sé hins vegar hægt að setja allt upp á einum stað í vafranum og vinna með það þar. Einnig sé hægt að taka inn strauma, eins og rásir á Youtube eða hlaðvörp. Þá er innbyggt dagatal en markmiðið er að gera notandanum kleift að hafa betri stjórn á gögnum og upplýsingaflæði. „Vivaldi póstkerfið er óður til einfaldleika og öryggis í samskiptum manna á milli. Við vonum að þið njótið þess að nota Vivaldi póstkerfið eins vel og við nutum þess að búa það til fyrir ykkur,“ segir Jón Von Tetzchner, forstjóri Vivaldi. Jón Von Tetzchner er forstjóri Vivaldi.Aðsend „Tölvupóstur getur á stundum verið yfirþyrmandi og ruglingslegur og því erfitt að hafa yfirsýn, Vivaldi póstkerfið er einmitt hannað með það að markmiði að hjálpa notendum að vinna vinnuna sína – og hafa skipulag á tölvupóstinum þannig að auðvelt sé að hafa góða yfirsýn,“ bætir Jón við. Margir reikningar undir sama hatti Margir kannast eflaust við það að vera með mörg tölvupóstföng í notkun og eiga erfitt með að halda utan um hvert og eitt þeirra. Í tilkynningu Vivaldi segir að forritið ráði við að vinna með gríðarlegt magn af tölvupóstum og engu máli skipti hversu marga reikninga notandinn sé með. Hægt er að hafa aðgang að öllum tölvuskeytum í einu innhólfi án þess að þurfa að skrá sig á hvern og einn reikning. Þá er mögulegt að skrá sig inn á Google reikning frá Vivaldi póstkerfinu og nota þar með Gmail sem er líklega vinsælasta tölvupóstforritið í heiminum í dag. Einnig er boðið upp á að halda utan um hlaðvörp og Youtube stöðvar í vafranum þar sem hægt er að flokka, lykla og leita að straumum og merkja þá sem lesna án þess að eyða þeim. Til að tryggja friðhelgi notenda dregur Vivaldi efni myndbandsins úr straumnum og sýnir það innfellt á tölvu notanda í stað þess að birta hlekk á myndbandið. Þá segir í tilkynningunni að með Vivaldi dagatalinu sé boðið upp á valkost sem ekki safnar gögnum. Notendur velja hvort þeir hafa dagatalið bara fyrir sig eða deila því með öðrum og þá eru viðburðir í dagatalinu ekki vistaðir á netþjónum hjá þriðja aðila. Vivaldi Technologies er fyrirtæki í eigu starfsmanna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ósló í Noregi en þróun vafrans fer einnig fram á skrifstofum fyrirtækisins á Seltjarnarnesi, í Boston og Palo Alto.
Netöryggi Tækni Nýsköpun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira