Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2022 06:50 Trump sér ekki eftir neinu. epa/David Maxwell Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira