Markalaust hjá Englandi og Ítalíu þrátt fyrir fín færi Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júní 2022 20:43 Raheem Sterling fékk gott færi í leiknum. Vísir/Getty Bæði lið fengu þó nokkur tækifæri til þess að skora en Mason Mount komst næst því að tryggja Englandi sigurinn þegar hann skaut boltanum í þverslána. Þá fékk Raheem Sterling einnig upplagt færi til þess að brjóta ísinn fyrir enska liðið. Lorenzo Pellegrini, Gianluca Scamacca, Matteo Pessina, Sandro Tonali og Giovanni Di Lorenzo komust allir nálægt því að skora fyrir Ítali en inn vildi boltinn ekki. Í hinum leik kvöldsins í riðli 3 í A-deildinni gerðu Ungverjar og Þjóðverjar 1-1 jafntefli í leik liðanna í Búdapest. Zsolt Nagy kom Ungverjalandi yfir í þeim leik en hægri vængbakvörðurinn Jonas Hofmann jafnaði metin fyrir Þýskaland. Eftir þrjár umferðir er Ítalía á toppi riðilsins með fimm stig, Þýskaland kemur þar á eftir með fjögur stig, því næst Ungverjaland með þrjú stig og England rekur lestina með sín tvö stig. Þjóðadeild UEFA
Bæði lið fengu þó nokkur tækifæri til þess að skora en Mason Mount komst næst því að tryggja Englandi sigurinn þegar hann skaut boltanum í þverslána. Þá fékk Raheem Sterling einnig upplagt færi til þess að brjóta ísinn fyrir enska liðið. Lorenzo Pellegrini, Gianluca Scamacca, Matteo Pessina, Sandro Tonali og Giovanni Di Lorenzo komust allir nálægt því að skora fyrir Ítali en inn vildi boltinn ekki. Í hinum leik kvöldsins í riðli 3 í A-deildinni gerðu Ungverjar og Þjóðverjar 1-1 jafntefli í leik liðanna í Búdapest. Zsolt Nagy kom Ungverjalandi yfir í þeim leik en hægri vængbakvörðurinn Jonas Hofmann jafnaði metin fyrir Þýskaland. Eftir þrjár umferðir er Ítalía á toppi riðilsins með fimm stig, Þýskaland kemur þar á eftir með fjögur stig, því næst Ungverjaland með þrjú stig og England rekur lestina með sín tvö stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti