Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 15:08 Frá undirrituninni á Akranesi í dag. Akranes Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að undirritunin sé fyrsta skrefið í uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Akranesi, sem einnig horfi til þess að vera með starfsemi á Grundartanga. Starfsemi Running Tide á Breiðinni verður í formi rannsóknar- og þróunarstarfs á sviði líftækni en fyrirtækið hyggst nýta þá þekkingu sem það hefur aflað sér í hátækniþörungarækt og byggja upp starfsemi sína á því sviði á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni. „Running Tide mun strax í sumar ráða tvo sérfræðinga til starfa á Akranesi og hafa störfin þegar verið auglýst. Fyrirtækið hyggst auglýsa fleiri störf á næstunni samhliða opnun starfstöðvar sinnar á Breiðinni. Running Tide er nýstárlegt fyrirtæki sem þróar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma. Hluti lausnarinnar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti. Þörungarnir og baujurnar vinna einnig gegn súrnun sjávar. Lausnir fyrirtækisins á sviði kolefnisbindingar bæta þannig lífríki hafsins og skila ávinningnum til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Þróun og framleiðsla á þörungunum sjálfum verður staðsett á Akranesi. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan í Bandaríkjunum en er nú að hefja starfsemi hér á landi fyrir milligöngu Transition Labs sem kynnt var nýlega, segir í tilkynningunni. Kristinn Árni framkvæmdastjóri Greint var frá því á dögunum að Kristinn Árni L. Hróbjartsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odlin, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hanni, smíði og setji upp kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. „Running Tide á í samstarfi með leiðandi kolefnisförgunarkaupendur eins og Stripe og Shopify, og leiðandi stofnanir á sviði loftslags- og hafvísinda á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.“ Akranes Nýsköpun Loftslagsmál Tengdar fréttir Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. 2. maí 2022 13:18 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Í tilkynningu á vef sveitarfélagsins segir að undirritunin sé fyrsta skrefið í uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins á Akranesi, sem einnig horfi til þess að vera með starfsemi á Grundartanga. Starfsemi Running Tide á Breiðinni verður í formi rannsóknar- og þróunarstarfs á sviði líftækni en fyrirtækið hyggst nýta þá þekkingu sem það hefur aflað sér í hátækniþörungarækt og byggja upp starfsemi sína á því sviði á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni. „Running Tide mun strax í sumar ráða tvo sérfræðinga til starfa á Akranesi og hafa störfin þegar verið auglýst. Fyrirtækið hyggst auglýsa fleiri störf á næstunni samhliða opnun starfstöðvar sinnar á Breiðinni. Running Tide er nýstárlegt fyrirtæki sem þróar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma. Hluti lausnarinnar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti. Þörungarnir og baujurnar vinna einnig gegn súrnun sjávar. Lausnir fyrirtækisins á sviði kolefnisbindingar bæta þannig lífríki hafsins og skila ávinningnum til sjávarplássa og vistkerfa heimsins. Þróun og framleiðsla á þörungunum sjálfum verður staðsett á Akranesi. Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan í Bandaríkjunum en er nú að hefja starfsemi hér á landi fyrir milligöngu Transition Labs sem kynnt var nýlega, segir í tilkynningunni. Kristinn Árni framkvæmdastjóri Greint var frá því á dögunum að Kristinn Árni L. Hróbjartsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Um Running Tide segir að það hafi verið stofnað af Marty Odlin, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hanni, smíði og setji upp kerfi sem örvi náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. „Running Tide á í samstarfi með leiðandi kolefnisförgunarkaupendur eins og Stripe og Shopify, og leiðandi stofnanir á sviði loftslags- og hafvísinda á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.“
Akranes Nýsköpun Loftslagsmál Tengdar fréttir Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. 2. maí 2022 13:18 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30
Davíð í Unity og Nýsköpunarvika efna til loftslagsviðburðarins „Ok, bye“ í Hörpu Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni. 2. maí 2022 13:18