Stuðningsfulltrúi tognaði á öxl og fær átta milljónir í bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:01 Slysið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur verið gert að greiða stuðningsfulltrúa sveitarfélagsins tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð við umönnun hans á þroskaskertum einstaklingi. Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans. Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans.
Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira