Stuðningsfulltrúi tognaði á öxl og fær átta milljónir í bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:01 Slysið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur verið gert að greiða stuðningsfulltrúa sveitarfélagsins tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð við umönnun hans á þroskaskertum einstaklingi. Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans. Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Stuðningsfulltrúinn höfðaði málið eftir að hafa orðið fyrir líkamstjóni í október 2017, í bíltúr með þroskaskertum skjólstæðingi sínum. Í dómi héraðsdóms Vesturlands segir að stuðningsfulltrúinn hafi verið að rétta honum sokka aftur fyrir sig þegar skjólstæðingurinn togaði harkalega í hægri handlegg stuðningsfulltrúans. Þetta hafi leitt til líkamstjóns á hægri öxl stuðningsfulltrúans en örorka hans var í kjölfarið metin 13 prósent. Atvikið átti sér stað fyrir utan búsetuþjónustu Borgarbyggðar en úr hendi sveitarfélagsins var krafist tæplega átta milljóna króna vegna slyssins. Deilt um ábyrgð Stuðningsfulltrúinn vísaði, sinni kröfu til stuðnings, til ákvæðis í kjarasamningi sínum sem kveður á um að starfsmanni sé rétt að beina skaðabótakröfu til Borgarbyggðar, verði hann fyrir líkamstjóni við að sinna einstaklingi sem getur að litlu eða engu leyti borið ábyrgð á gerðum sínum. Borgarbyggð hélt því hins vegar fram að skjólstæðingurinn hafi ekki valdið tjóninu af ásetningi eða gáleysi og væri því ekki grundvöllur fyrir bótaábyrgð sveitarfélagsins. Enginn annar hafi verið vitni að slysinu og því ekki vitað hvort hinn þroskaskerti einstaklingur hafi að eigin frumkvæði kippt skyndilega og harkalega í stefnanda. Fram kemur í dómnum að umræddur skjólstæðingur sé mjög fatlaður og geti ekki lesið, skrifað eða talað og kunni einungis örfá tákn með tali. Var því enginn ágreiningur um hvort hann verði sjálfur gerður ábyrgur fyrir verkinu. Vísað var til mannhelgisbálks Jónsbókar frá 1281 um hlutlæga ábyrgð á verkum þeirra sem ekki hafa stjórn á gerðum sínum. Varnir Borgarbyggðar byggðu jafnframt á því að stuðningsfulltrúinn hafi ekki orðið fyrir varanlegu tjón en til vara að tjónið hafi verið minni háttar og beri atvinnuþátttaka stuðningsfulltrúans í kjölfarið glöggt vitni um hverfandi áhrif slyssins. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði hins vegar þessum röksemdum Borgarbyggðar og taldi frásögn stuðningsfulltrúans trúverðuga. Þá var ekki fallist á lækkun bóta vegna eigin sakar eða atvinnuþátttöku eftir slysið og var Borgarbyggð því gert að greiða stuðningsfulltrúanum tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna varanlegrar örorku hans.
Borgarbyggð Dómsmál Vinnuslys Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent