Mál Margeirs sé ekki einsdæmi og hjólreiðafólki ítrekað ógnað Eiður Þór Árnason skrifar 7. júní 2022 16:15 Glódís Guðgeirsdóttir vill sjá vitundarvakningu. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl kallar eftir aðgerðum til að tryggja öryggi hjólandi og gangandi í umferðinni. Hún segir ógnandi hegðun ökumanna og skaðlega samgöngumenningu hafa leitt til þess að fólk veigri sér við að hjóla. Mál Margeirs Steinars Ingólfssonar hefur vakið mikla athygli en hann lýsti því í samtali við Vísi hvernig ökumaður ók aftan á hjólið hans á Laugavegi með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjólið kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjólið og flúði af vettvangi. „Þetta er bara viðbjóður og algjör skelfing og ég vona að Margeir jafni sig á þessu andlega. Þetta er náttúrulega ekkert annað en rosalegt ofbeldi,“ segir Glódís Guðgeirsdóttir, varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Það eru til fjöldamörg svipuð dæmi.“ Margeir Steinar Ingólfsson slasaðist ekki þegar keyrt var aftan á hann á laugardag.Vísir/Vilhelm Sjálf ferðast Glódís mikið um á reiðhjóli og segir atvikið veita vissa innsýn inn í þá andúð sem hjólreiðafólk mæti reglulega. Hún segir þörf á aðgerðum og vill til að mynda að lögreglan verði mun sýnilegri á göngugötum eða þar sem mikið er hjólað. Tryggja þurfi að fólki líði vel og sé öruggt í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjallað er um atvik þar sem öryggi vegfarenda var stefnt í hættu á á Laugavegi. Glódís greindi sjálf frá því árið 2020 að hún hafi forðað sér og þá tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötuna. Telji hjólandi hafa engan rétt „Það er ákveðin menning við lýði þar sem bílarnir ráða og hjólandi hafa engan rétt, sem er náttúrlega kolrangt,“ segir Glódís. Margir upplifi óöryggi þegar hjólað er innan um bíla og það þurfi oft ekki nema eina slæma reynslu til þess að ýta undir vanlíðan. „Það er oft þessi ógnun. Að keyra of nálægt og taka fram úr þannig að bílinn nánast snerti hjólið, líka að þenja vélina, allt er þetta mjög ógnandi því þegar þú ert á hjóli þá ertu ekkert varinn, annað en að vera með stálgrind utan um sig,“ segir Glódís. Hún óttast að þessi skaðlega menning fæli fólk frá því að taka upp hjólreiðar á sama tíma og aukin áhersla er lögð á að draga úr notkun einkabílsins. Mögulega sé þetta spurning um skilningsleysi ökumanna sem átti sig ekki á þeirri hættu sem geti skapast fyrir fólk sem er ekki á bíl. „Ef fólk langar til að hjóla í vinnuna en þarf að fara yfir einhver hættuleg gatnamót eða hjóla einhvers staðar upp á götunni þá veigrar það sér við það út af öryggismálum,“ bætir Glódís. Hvetur ökumenn til þess að prófa að fara í hjólatúr Glódís segir að Ísland sé eftirbátur margra annarra Evrópuríkja þegar kemur að samgöngumenningu og það þurfi að setja enn meiri kraft í lagningu hjólreiðastíga. Aðspurð um hvað ökumenn sem vilji lifa í sátt og samlyndi með hjólreiðafólki eigi að hafa í huga segir Glódís mikilvægt að sýna skilning, líta vel í kringum sig og hægja á sér þegar við á. Þetta eigi ekki síst við í íbúðahverfum þar sem mörg börn séu að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Jafnframt hvetur hún ökumenn til að sleppa því að aka á miklum hraða yfir gangbraut við biðskyldu til að draga úr hættunni á því að þeir keyri í veg fyrir hjólandi og gangandi. Glódís mælir jafnvel með því að ökumenn prófi að fara í einn hjólatúr til þess að átta sig á því hvað hjólreiðafólk er berskjaldað í umferðinni. Hún vonar að saga Margeirs verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. „Við þurfum öll að hjóla meira því hjól eru æðisleg. En gerum betur.“ Reykjavík Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Mál Margeirs Steinars Ingólfssonar hefur vakið mikla athygli en hann lýsti því í samtali við Vísi hvernig ökumaður ók aftan á hjólið hans á Laugavegi með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjólið kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjólið og flúði af vettvangi. „Þetta er bara viðbjóður og algjör skelfing og ég vona að Margeir jafni sig á þessu andlega. Þetta er náttúrulega ekkert annað en rosalegt ofbeldi,“ segir Glódís Guðgeirsdóttir, varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Það eru til fjöldamörg svipuð dæmi.“ Margeir Steinar Ingólfsson slasaðist ekki þegar keyrt var aftan á hann á laugardag.Vísir/Vilhelm Sjálf ferðast Glódís mikið um á reiðhjóli og segir atvikið veita vissa innsýn inn í þá andúð sem hjólreiðafólk mæti reglulega. Hún segir þörf á aðgerðum og vill til að mynda að lögreglan verði mun sýnilegri á göngugötum eða þar sem mikið er hjólað. Tryggja þurfi að fólki líði vel og sé öruggt í umferðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjallað er um atvik þar sem öryggi vegfarenda var stefnt í hættu á á Laugavegi. Glódís greindi sjálf frá því árið 2020 að hún hafi forðað sér og þá tæplega þriggja ára syni sínum naumlega undan bíl sem ekið var á miklum hraða niður göngugötuna. Telji hjólandi hafa engan rétt „Það er ákveðin menning við lýði þar sem bílarnir ráða og hjólandi hafa engan rétt, sem er náttúrlega kolrangt,“ segir Glódís. Margir upplifi óöryggi þegar hjólað er innan um bíla og það þurfi oft ekki nema eina slæma reynslu til þess að ýta undir vanlíðan. „Það er oft þessi ógnun. Að keyra of nálægt og taka fram úr þannig að bílinn nánast snerti hjólið, líka að þenja vélina, allt er þetta mjög ógnandi því þegar þú ert á hjóli þá ertu ekkert varinn, annað en að vera með stálgrind utan um sig,“ segir Glódís. Hún óttast að þessi skaðlega menning fæli fólk frá því að taka upp hjólreiðar á sama tíma og aukin áhersla er lögð á að draga úr notkun einkabílsins. Mögulega sé þetta spurning um skilningsleysi ökumanna sem átti sig ekki á þeirri hættu sem geti skapast fyrir fólk sem er ekki á bíl. „Ef fólk langar til að hjóla í vinnuna en þarf að fara yfir einhver hættuleg gatnamót eða hjóla einhvers staðar upp á götunni þá veigrar það sér við það út af öryggismálum,“ bætir Glódís. Hvetur ökumenn til þess að prófa að fara í hjólatúr Glódís segir að Ísland sé eftirbátur margra annarra Evrópuríkja þegar kemur að samgöngumenningu og það þurfi að setja enn meiri kraft í lagningu hjólreiðastíga. Aðspurð um hvað ökumenn sem vilji lifa í sátt og samlyndi með hjólreiðafólki eigi að hafa í huga segir Glódís mikilvægt að sýna skilning, líta vel í kringum sig og hægja á sér þegar við á. Þetta eigi ekki síst við í íbúðahverfum þar sem mörg börn séu að stíga sín fyrstu skref í umferðinni. Jafnframt hvetur hún ökumenn til að sleppa því að aka á miklum hraða yfir gangbraut við biðskyldu til að draga úr hættunni á því að þeir keyri í veg fyrir hjólandi og gangandi. Glódís mælir jafnvel með því að ökumenn prófi að fara í einn hjólatúr til þess að átta sig á því hvað hjólreiðafólk er berskjaldað í umferðinni. Hún vonar að saga Margeirs verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. „Við þurfum öll að hjóla meira því hjól eru æðisleg. En gerum betur.“
Reykjavík Hjólreiðar Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7. júní 2022 07:01