Tólf handteknir í Lundúnum fyrir að mótmæla á valdaafmæli Elísabetar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:30 Tólf voru handteknir við skrúðgöngu í Lundúnum í dag í tilefni sjötíu ára valdaafmælis Elísabetar drottningar. AP Photo/David Cliff Tólf loftslagsaðgerðasinnar voru handteknir í Lundúnum í dag fyrir að hafa valdið truflun á herskrúðgöngu í tilefni valdaafmælis Elísabetar drottningar. Aðgerðasinnarnir hlupu í veg fyrir hermennina í skrúðgöngunni áður en þeir voru handteknir. Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Tugir þúsunda voru saman komnir á breiðgötunni The Mall, sem liggur að Buckingham höll, til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Elísabet drottning fagnar sjötíu ára valdaafmæli á þessu ári. Aðgerðasinnarnir komust fram hjá girðingum, sem settar voru upp til þess að halda aftur af mannfjöldanum, og hlupu út á breiðstrætið þar sem þeir lögðust niður í götuna fyrir framan lúðrasveit hermanna. „Í dag höfum við handtekið tólf fyrir að hafa valdið truflun á breiðstrætinu. Handtökurnar komu í kjölfar þess að fólk reyndi að komast inn á skrúðgöngusvæðið á The Mall,“ skrifaði lögreglan í Lundúnum á Twitter í dag. „Við viljum þakka almenningi sem klappaði fyrir lögreglumönnunum þegar þeir sneru aftur á sinn stað eftir að hafa glímt snögglega við þessa truflun.“ Samtökin Animal Rebellion, sem segist nota borgaralega óhlýðni til þess að hvetja til minni notkunar dýraafurða, lýstu því yfir að hinir handteknu aðgerðasinnar væru hluti af samtökum þeirra. Einn mótmæla, sem var handtekinn af lögreglu, sagði að hann vildi að konungsfjölskyldan hætti að leyfa dýrahald á landi í hennar eigu og leyfði landsvæðunum að verða villt að nýju. Um 1.500 hermenn taka þátt í skrúðgöngunni, sem fer fram á hverju ári á afmælisdegi drottningarinnar. Skrúðgangan var opnunaratriðið í fjögurra daga hátíðarhöldum til þess að fagna sjötíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Elísabet sjálf tók þátt í skrúðgöngunni árlega til ársins 1986 og sat hún þá hest í göngunni. Árið 1981 átti sér stað heldur ógnvænlegt atvik í göngunni þegar karlmaður skaut að henni sex púðurskotum þegar hún reið hjá. Hún náði þó að halda stjórn á hestinum sínum, sem var mjög brugðið, og meiddist ekki við atvikið. Maðurinn var handtekinn.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira