Þrjátíu þúsund áhorfendur í það minnsta þrátt fyrir áhorfendabann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 23:31 Raheem Sterling varð fyrir kynþáttaníð af hálfu ungverskra áhorfenda. Attila Trenka/PA Images via Getty Images Að minnsta kosti þrjátíu þúsund áhorfendur munu mæta á leik Ungverja og Englendinga í Búdapest næstkomandi laugardag þrátt fyrir að leikurinn eigi að fara fram fyrir luktum dyrum. Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns. Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns.
Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira