Þrjátíu þúsund áhorfendur í það minnsta þrátt fyrir áhorfendabann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2022 23:31 Raheem Sterling varð fyrir kynþáttaníð af hálfu ungverskra áhorfenda. Attila Trenka/PA Images via Getty Images Að minnsta kosti þrjátíu þúsund áhorfendur munu mæta á leik Ungverja og Englendinga í Búdapest næstkomandi laugardag þrátt fyrir að leikurinn eigi að fara fram fyrir luktum dyrum. Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns. Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Ungverjum hefur verið skipað að leika næstu tvo leiki sína fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins rðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja. Ungverska knattspyrnusambandið hefur þó fundið leið til að koma stuðningsmönnum sínum á völlinn, en sambandið nýtir sér ákvæði í reglugerð evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Ákvæðið kveður á um að börn megi mæta á völlinn í fylgd með fullorðnum, en ungverska knattspyrnusambandið hefur nú þegar fengið þrjátíu þúsund börn til að skrá komu sína á leikinn gegn Englendingum. Stuðningsmenn ungverska landsliðsins hafa ekki beint verið til fyrirmyndar að undanförnu, en í júní á seinasta ári var liðinu skipað að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum sökum slæmrar hegðunar stuðningsmanna á EM. Þá var ungverska knattspyrnusambandið einnig sektað um 85 þúsund pund. Ungversku stuðningsmennirnir fengu svo aftur tveggja leikja bann eftir leik liðsins gegn Englendingum í september á síðasta ári. Þá urðu Raheem Sterling og Jude Bellingham fyrir kynþáttaníð ásamt því að hinum ýmsu hlutum var kastað inn á völlinn. Ungverjarnir ætla sér þó að nýta 73. grein laga evrópska knattspyrnusambandsins þar sem segir að börnum 14 ára og yngri úr skólum og/eða knattspyrnuakademíum geti verið boðið frítt á leikinn ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Ungverska knattspyrnusambandið ætlar einnig að nýta sér ákvæðið þegar liðið mætir Ítölum á Molineux-vellinum í Wolverhampton þann 11. júní, í leik sem átti að fara fram fyrir luktum dyrum. Hins vegar er búist við mun færri áhorfendum á þann leik en leikinn gegn Englendingum, eða um tvö þúsund manns.
Þjóðadeild UEFA UEFA Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira