Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 17:30 Lionel Messi fann vel fyrir eftirköstum kórónuveirusmitsins í janúar. Getty/Alvaro Medranda Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira