Umfjöllun: FH - KR 2-3 | KR hafði betur í stórveldaslagnum Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2022 21:11 Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar. Það var þó ekki að merkja á spilamennsku þeirra að þó væru áhyggjufull yfir því að missa stigin úr greipum sínum. Fremur var hungrið mikið í að sækja þau stig sem í boði voru. Fyrri hálfleikurinn var einkar fjörugur og litu þrjú mörk dagsins ljós og leikurinn var opinn í báða enda. Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR-liðsins í leiknum en það fyrra kom á níundu mínútu leiksins og það seinna eftir rúmlega hálftíma leik. Fyrra mark Kjartans Henrys kom með föstum skalla eftir góða fyrirgjöf Theódórs Elmars Bjarnasonar. Atli Sigurjónsson lagði svo upp seinna mark framherjans. Kjartan Henry fékk þá full langan tíma til þess að athafna sig í vítateig FH og setti boltann í fjærhornið. FH-ingar sem höfðu verið sterkari aðilinn á milli marka Kjartans Henrys voru ekki að lengi að svara fyrir sig og þremur mínútum eftir að hafa lent tveimur mörkum undir lagaði Kristinn Freyr Sigurðsson stöðuna fyrir heimamenn. Matthías Vilhjálmsson fann þá Kristin Frey í góðri stöðu og Kristinn Frey skilaði boltanum í netið í annarri atrennu. FH-ingar hófu svo seinni hálfleikinn af meiri krafti en leikmenn KR en það voru aftur á móti gestirnir sem skoruðu næsta mark leiksins eftir tæplega klukkutíma leik. Finnur Orri Margeirsson varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Logi Hrafn Róbertsson klóraði svo í bakkann undir lok leiksins og FH-ingar settu þunga pressu á KR-liðið þar á eftir. Leikmenn KR björguðu á línu og náðu að standast sóknarþungann. KR lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 14 stig en liðið er tveimur stigum á eftir KA og Víkingi og þremur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í öðru sæti. FH er hins vegar í vondum málum með sjö stig í níunda sæti. Rúnar Kristinsson var ánægður með sína menn. Vísir/Hulda Margrét Rúnar: Við erum á góðum stað þessa stundina „Bæði lið vildu og þurftu að vinna þennan leik. Liðin sóttu hart að því að sækja sigurinn og voru hungruð. Það var fullt af færum og líf og fjör sem var bara mjög skemmtilegt. Við spiluðum erfiðan leik á móti Stjörnunni í vikunni og þurftum að sækja djúpt eftir orku til þess að klára þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. „Mér fannst við hafa getað nýtt skyndisóknir okkar aðeins til þess að gera okkur lífið aðeins þægilegra. Við lögðumst svolítið djúpt niður á lokakafla leiksins sem var svo sem allt í lagi. Við vörðumst vel, Beitir varði nokkrum sinnum vel og við vorum kannski smá heppnir," sagði þjálfarinn enn fremur. „Við viljum vera hærra í töflunni en við erum á góðum stað hvað spilamennsku varðar núna. Við erum búnir að vinna fjóra og gera eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum okkar. Þá höfum við skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, þannig að það er fullt jákvætt í gangi. Við ætlum að safna orku í pásunni sem fram undan er og halda svo áfram að safna stigum," sagði hann um stöðu mála. Ólafur: Erfitt þegar þú færð á þig þrjú mörk „Það er mikið basl á okkur sem við erum að finna út úr og leysa þá stíflu sem hefur verið. Mér fannst leikmenn leggja sig alla fram og það var margt jákvætt við frammistöðu okkar. Það skilar hins vegar ekki stigum og um það snýst þetta," sagði Ólafur Davíð Jóhannesson, þjálfari FH. „Það er augljóst að það er ekki nógu mikið sjálfstraust í liðinu og það er erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig þrjú mörk. Við verðum hins vegar bara að halda áfram og freista þess að finna lausnir," sagði hann einnig. „Við tökum nú smá frí áður en við förum að undirbúa okkur fyrir komandi verkefni. Leikmenn hafa gott af því að hreinsa hugann aðeins og hugsa um eitthvað annað. Við getum tekið margt jákvætt úr þessum leik þó það hefði verið fínt að geta ekkert og ná í þrjú stig í staðinn fyrir að spila vel og fá ekkert út úr því," sagði þjálfarinn margreyndi kíminn. Ólafur Davíð Jóhannesson sagði frammistöðu sinna manna hafa verðskuldað stig. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KR? Liðin sköpuðu hvort um sig urmul af fínum stöðum og góðum færum í þessum leik. Það var meira sjálfstraust í leikmönnum KR og þeir nýttu færin sín betur að þessu sinni. Undir lok leiksins björguðu KR-ingar nokkrum sinnum á síðustu stundu og höfðu heppnina með sér. Hverjir sköruðu fram úr? Kjartan Henry Finnbogason gerði sér mikið nyt úr þeim færum sem hann fékk. Aron Kristófer Lárusson var góður bæði í vörn og sókn í vinstri bakverðinum hjá KR og Atli Sigurjónsson minnti reglulega á sig með sendingum sínum. Hjá FH var Eggert Gunnþór Jónsson drjúgur inni á miðsvæðinu og Matthías Vilhjálmsson öflugur í framlínunni. Þá átti Vuk Óskar Dimitjijevic fína innkomu af bekknum. Hvað gerist næst? Liðin fá nú hlé frá leikjum vegna landsleikjaglugga en KR-ingar etja kappi við Skagamenn í Vesturbæ Reykjavíkur 15. júní og FH fær Leikni í heimsókn degi síðar. Besta deild karla KR FH
KR hafði betur, 3-2, þegar Vesturbæjarliðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Liðin þurftu bæði sárlega á stigum að halda í þessum leik til þess að halda í við topplið deildarinnar. Það var þó ekki að merkja á spilamennsku þeirra að þó væru áhyggjufull yfir því að missa stigin úr greipum sínum. Fremur var hungrið mikið í að sækja þau stig sem í boði voru. Fyrri hálfleikurinn var einkar fjörugur og litu þrjú mörk dagsins ljós og leikurinn var opinn í báða enda. Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk KR-liðsins í leiknum en það fyrra kom á níundu mínútu leiksins og það seinna eftir rúmlega hálftíma leik. Fyrra mark Kjartans Henrys kom með föstum skalla eftir góða fyrirgjöf Theódórs Elmars Bjarnasonar. Atli Sigurjónsson lagði svo upp seinna mark framherjans. Kjartan Henry fékk þá full langan tíma til þess að athafna sig í vítateig FH og setti boltann í fjærhornið. FH-ingar sem höfðu verið sterkari aðilinn á milli marka Kjartans Henrys voru ekki að lengi að svara fyrir sig og þremur mínútum eftir að hafa lent tveimur mörkum undir lagaði Kristinn Freyr Sigurðsson stöðuna fyrir heimamenn. Matthías Vilhjálmsson fann þá Kristin Frey í góðri stöðu og Kristinn Frey skilaði boltanum í netið í annarri atrennu. FH-ingar hófu svo seinni hálfleikinn af meiri krafti en leikmenn KR en það voru aftur á móti gestirnir sem skoruðu næsta mark leiksins eftir tæplega klukkutíma leik. Finnur Orri Margeirsson varð þá fyrir því óláni að setja boltann í eigið net eftir fyrirgjöf Kennie Chopart. Logi Hrafn Róbertsson klóraði svo í bakkann undir lok leiksins og FH-ingar settu þunga pressu á KR-liðið þar á eftir. Leikmenn KR björguðu á línu og náðu að standast sóknarþungann. KR lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með þessum sigri en liðið hefur 14 stig en liðið er tveimur stigum á eftir KA og Víkingi og þremur stigum á eftir Stjörnunni sem situr í öðru sæti. FH er hins vegar í vondum málum með sjö stig í níunda sæti. Rúnar Kristinsson var ánægður með sína menn. Vísir/Hulda Margrét Rúnar: Við erum á góðum stað þessa stundina „Bæði lið vildu og þurftu að vinna þennan leik. Liðin sóttu hart að því að sækja sigurinn og voru hungruð. Það var fullt af færum og líf og fjör sem var bara mjög skemmtilegt. Við spiluðum erfiðan leik á móti Stjörnunni í vikunni og þurftum að sækja djúpt eftir orku til þess að klára þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. „Mér fannst við hafa getað nýtt skyndisóknir okkar aðeins til þess að gera okkur lífið aðeins þægilegra. Við lögðumst svolítið djúpt niður á lokakafla leiksins sem var svo sem allt í lagi. Við vörðumst vel, Beitir varði nokkrum sinnum vel og við vorum kannski smá heppnir," sagði þjálfarinn enn fremur. „Við viljum vera hærra í töflunni en við erum á góðum stað hvað spilamennsku varðar núna. Við erum búnir að vinna fjóra og gera eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum okkar. Þá höfum við skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum, þannig að það er fullt jákvætt í gangi. Við ætlum að safna orku í pásunni sem fram undan er og halda svo áfram að safna stigum," sagði hann um stöðu mála. Ólafur: Erfitt þegar þú færð á þig þrjú mörk „Það er mikið basl á okkur sem við erum að finna út úr og leysa þá stíflu sem hefur verið. Mér fannst leikmenn leggja sig alla fram og það var margt jákvætt við frammistöðu okkar. Það skilar hins vegar ekki stigum og um það snýst þetta," sagði Ólafur Davíð Jóhannesson, þjálfari FH. „Það er augljóst að það er ekki nógu mikið sjálfstraust í liðinu og það er erfitt að vinna fótboltaleiki þegar þú færð á þig þrjú mörk. Við verðum hins vegar bara að halda áfram og freista þess að finna lausnir," sagði hann einnig. „Við tökum nú smá frí áður en við förum að undirbúa okkur fyrir komandi verkefni. Leikmenn hafa gott af því að hreinsa hugann aðeins og hugsa um eitthvað annað. Við getum tekið margt jákvætt úr þessum leik þó það hefði verið fínt að geta ekkert og ná í þrjú stig í staðinn fyrir að spila vel og fá ekkert út úr því," sagði þjálfarinn margreyndi kíminn. Ólafur Davíð Jóhannesson sagði frammistöðu sinna manna hafa verðskuldað stig. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann KR? Liðin sköpuðu hvort um sig urmul af fínum stöðum og góðum færum í þessum leik. Það var meira sjálfstraust í leikmönnum KR og þeir nýttu færin sín betur að þessu sinni. Undir lok leiksins björguðu KR-ingar nokkrum sinnum á síðustu stundu og höfðu heppnina með sér. Hverjir sköruðu fram úr? Kjartan Henry Finnbogason gerði sér mikið nyt úr þeim færum sem hann fékk. Aron Kristófer Lárusson var góður bæði í vörn og sókn í vinstri bakverðinum hjá KR og Atli Sigurjónsson minnti reglulega á sig með sendingum sínum. Hjá FH var Eggert Gunnþór Jónsson drjúgur inni á miðsvæðinu og Matthías Vilhjálmsson öflugur í framlínunni. Þá átti Vuk Óskar Dimitjijevic fína innkomu af bekknum. Hvað gerist næst? Liðin fá nú hlé frá leikjum vegna landsleikjaglugga en KR-ingar etja kappi við Skagamenn í Vesturbæ Reykjavíkur 15. júní og FH fær Leikni í heimsókn degi síðar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti