Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 21:07 Þær systur hafa hjálpast að með námið. Það skilaði sér í meðaleinkunn upp á 9,32, hjá þeim báðum. Vísir/Vésteinn Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan. Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Dúxar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Dúxar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira